Dagsferð á heiðarbýlin
- Upphaf ferðar: 2023-08-12
Dagsferð á heiðarbýlin, þessi klassíska 2 skór
12. ágúst. Brottför kl. 9:00
Gengið að tíu heiðarbýlum. Ekið á bílum á milli og gengið að hverju býli. Gangan í hvert skipti er ekki löng og því er þetta tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Gott tækifæri til að fylla stimpilkort og taka þátt í skemmtilegum gönguleik ferðafélagsins. Hjá hverju býli er staukur sem inniheldur upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur tengdar því ásamt gestabók og stimpli fyrir stimpilkortin. Býlin sem verða heimsótt í þessari ferð eru í Úheiðinni. (Selsárvellir, Aðalból, Mælifell, Fossvellir, Desjamýri, Brunahvammur, Kálffell, Lindasel og Háreksstaðir.)
Endað á kvöldverði að Arnarvatni.
Umsjón: Þorvaldur P. Hjarðar.
Verð: 8.000/7.000 Innifalið: Kvöldmatur, stimpilkort og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum á heimasíðu ferðafélagsins til 1. ágúst.
- Last updated on .
- Hits: 336