Skip to main content

Skrifstofa ferðafélagsins er opin alla virka daga milli 9:00 og 12:30. Lokað er um helgar.

Um félagið

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs var stofnað árið 1969 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári gönguferðir á mismunandi erfiðleikastigi og birtist áætlun yfir þær í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands og hér á heimasíðunni. Eins stendur ferðafélagið fyrir gönguferðum annan hvern sunnudag allan ársins hring. 

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur sex gönguskála. Þrír þeirra eru á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri; Í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði. Tveir eru við gönguleiðina á Lónsöræfum; Geldingafell og Egilssel við Kollumúlavatn og einnig á Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ásamt Ferðafélagi Húsavíkur, Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs er með ýmis önnur verkefni í gangi, til að mynda gönguleikina Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.

Starfsmenn

Þórhallur Þorsteinsson

Framkvæmdastjóri

Þórdís Kristvinsdóttir

Leiðsögumaður og starfsmaður á skrifstofu

Helstu verkefni:

Utanumhald og bókanir í ferðir, bókanir í skála, uppfærsla á heimasíðu og samfélagsmiðlum og önnur markaðsmál. Leiðsögumaður á Víknaslóðum og Lónsöræfum fyrir ferðafélagið.

Stjórn og nefndir

Stjórn 2021 - 2022

Stjórn félagsins 2021 - 2022 skipa:

Þorvaldur P. Hjarðar, formaður                              
Sólveig Anna Jóhannsdóttir, ritari
Málfríður Ólafsdóttir, gjaldkeri
Þórir Gíslason, meðstjórnandi
Árni Elísson, meðstjórnandi
Sighvatur Daníel Sighvatz, varamaður
Gunnar Sverrisson, varamaður 
 Guðmundur Hólm Guðmundsson, varamaður
Ferðanefnd 2021 - 2022
Stefán Kristmannsson
Sigurjón Bjarnason
Jarþrúður Ólafsdóttir
Katrín Reynisdóttir
Jón Steinar Benjamínsson

Gerast félagi

Ég vil gerast félagi í Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs !