Skip to main content

Sunnudagsgöngur

Sunnudagsganga - Stefánsstaðir

18 febrúar 2024

Sunnudaginn 18 febrúar 2024 verður farið í Stefánsstaði
Fulltrúar frá ferðanefnd ferðafélagsins leiða göngurnar eins og áður.
Mæting er við hús ferðafélagsins, Tjarnarás 8 á Egilsstöðum og er lagt af stað kl 10:00.
Verð er 500 krónur á manninn og greiðist á staðnum.

Sunnudagsganga - Héraðssandur

25 febrúar 2024

Sunnudaginn 25 febrúar 2024 verður farið út á Héraðssand
Fulltrúar frá ferðanefnd ferðafélagsins leiða göngurnar eins og áður.
Mæting er við hús ferðafélagsins, Tjarnarás 8 á Egilsstöðum og er lagt af stað kl 10:00.
Verð er 500 krónur á manninn og greiðist á staðnum.

Sunnudagsganga - Ekkjufell.

03 mars 2024

Sunnudaginn 3 mars 2024 verður farið að Ekkjufelli ( létt ganga frá Selhöfða)
Fulltrúar frá ferðanefnd ferðafélagsins leiða göngurnar eins og áður.
Mæting er við hús ferðafélagsins, Tjarnarás 8 á Egilsstöðum og er lagt af stað kl 10:00.
Verð er 500 krónur á manninn og greiðist á staðnum.

Sunnudagsganga - Beinárgerði-Langahlíð

10 mars 2024

Sunnudaginn 10 mars 2024 verður farið í Beinárgerði-Langahlíð
Fulltrúar frá ferðanefnd ferðafélagsins leiða göngurnar eins og áður.
Mæting er við hús ferðafélagsins, Tjarnarás 8 á Egilsstöðum og er lagt af stað kl 10:00.
Verð er 500 krónur á manninn og greiðist á staðnum.

Sunnudagsganga - Reyðarfjörð (húsaskoðun)

17 mars 2024

Sunnudaginn 17 mars 2024 verður farið á Reyðarfjörð (húsaskoðun)
Fulltrúar frá ferðanefnd ferðafélagsins leiða göngurnar eins og áður.
Mæting er við hús ferðafélagsins, Tjarnarás 8 á Egilsstöðum og er lagt af stað kl 10:00.
Verð er 500 krónur á manninn og greiðist á staðnum.

Sunnudagsganga - Víkur

24 mars 2024

Sunnudaginn 24 mars 2024 verður farið í Víkur inn með fljóti frá Skipalæk undir leiðsögn Baldurs Grétarsson.
Mæting er við hús ferðafélagsins, Tjarnarás 8 á Egilsstöðum og er lagt af stað kl 10:00.
Verð er 500 krónur á manninn og greiðist á staðnum.

Sunnudagsganga - Páskaganga

31 mars 2024

Sunnudaginn 31 mars 2024 verður farið í Sigfúsarlund
Fulltrúar frá ferðanefnd ferðafélagsins leiða göngurnar eins og áður.
Mæting er við hús ferðafélagsins, Tjarnarás 8 á Egilsstöðum og er lagt af stað kl 10:00.
Verð er 500 krónur á manninn og greiðist á staðnum.

Dalasel (Jón lærði)

07 apríl 2024

Sunnudaginn 7 apríl verður farið út í Dalasel

Gengið verður frá skilti um Jón lærða við Kóreksstaðagerðisvegamótum. Vegalengdca 2 x 1,5 km.

Fulltrúar frá ferðanefnd ferðafélagsins leiða göngurnar eins og áður.
Mæting er við hús ferðafélagsins, Tjarnarás 8 á Egilsstöðum og er lagt af stað kl 10:00.
Verð er 500 krónur á manninn og greiðist á staðnum.


Dagsferðir

Viðvíkurbjarg við Bakkafjörð

19 maí 2024

Dagsferð 19. maí.
Viðvíkurbjarg við Bakkafjörð, 3 skór.
Fuglaskoðun ofl. Ekið að Steintúni við Bakkafjörð. Gengið að Digranesvita og þaðan eftir bjargbrúninni í átt að Viðvík. Hækkun: Tæpir 200 m.
Fararstjóri: Sigurjón Bjarnson
Brottför kl. 09.00 frá húsi Ferðafélagsins Tjarnarási 8 Egilsstöðum.
Verð: kr. 1000 sem greiðist til umsjónarmanns ferðar (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.
Skráning í ferð á netfang FFF
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Egilssel-Valabjörg-Rangárhnjúkur-Egilssel.

02 júní 2024

Dagsferð 2. júní.

Egilssel-Valabjörg-Rangárhnjúkur-Egilssel, 3 skór.

Gengið frá Egilsseli um Valabjörg að Rangá. Upp með ánni á Rangárhnjúk og þaðan í Egilssel.

Vegalengd ca. 20 km og hækkun um 400 m.

Fararstjóri: Jón Steinar Benjamínsson.

Brottför kl. 09.00 frá húsi Ferðafélagsins Tjarnarási 8 Egilsstöðum. 

Verð: kr. 1000 sem greiðist til umsjónarmanns ferðar (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.

Skráning í ferð á netfang FFF

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Brekkusel – Hallfreðarstaðir

16 júní 2024

Dagsferð 16. júní.
Brekkusel – Hallfreðarstaðir, 2 skór.
Þetta er hæg leið eftir gamalli bílslóð um 9 km. löng.
Fararstjóri: Sigurjón Bjarnason.
Brottför kl. 09.00 frá húsi Ferðafélagsins Tjarnarási 8 Egilsstöðum.
Verð: kr. 1000 sem greiðist til umsjónarmanns ferðar (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.
Skráning í ferð á netfang FFF
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sólstöðuganga

21 júní 2024

Dagsferð, Sólstöðuganga 21. júní, 2 skór.
Stapavík
Létt ganga, um 10 km. fram og til baka. Hækkun er um 100 metrar.
Gengið frá bílastæði rétt neðan við heimkeyrsluna að Unaósi, út með Selfljóti.
Skammt frá ósum Selfljóts stendur Stapavík. Milli 1930-1945 var þar uppskipunarhöfn og er staðurinn
nátengdur verslunarsögu Borgarfjarðar eystri og Héraðs. Víkin sjálf er gríðarlega falleg og útsýni til norðurs er stórfenglegt á góðum degi.
Fararstjóri: Jarþrúður Ólafsdóttir.
Brottför kl. 20.00 frá húsi Ferðafélagsins, Tjarnarási 8 Egilsstöðum.
Verð: kr. 1000 sem greiðist til umsjónarmanns ferðar (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.
Skráning í ferð á netfang FFF
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Yfir Búr í Vopnafirði

29 júní 2024

Dagsferð: 29. júní (sunnudagur 30. júní til vara)

Yfir Búr í Vopnafirði, 3 skór.

Lengd: Alls 11 km. heildarhækkun: Um 800 m.

Búr er fjall sem skilur að Böðvarsdal og Fagradal við Vopnafjörð. Gönguleiðin er gömul póstleið sem oft var farin við erfiðar aðstæður.

Ekið til Vopnafjarðar yfir Hellisheiði. Skammt frá brúnni yfir Dalsá er ekið eftir 4WD afleggjara að eyðibýlinu Böðvarsdal og lagt við gamla fjárrétt skammt frá eyðibýlinu.

Fararstjóri: Katrín Reynisdóttir

Brottför kl 9:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem  sameinast er í bíla.

Verð: kr. 1000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.

Fólk er beðið um að skrá sig í gönguna á heimasíðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sönghofsdalur

06 júlí 2024

Dagsferð: 6. júlí (sunnudagur 7. júlí til vara)
Sönghofsdalur, 3 skór.
Lengd: Alls 19 km. Hækkun: Engin
Ekið í Möðrudal og þaðan Kverkfjallaveg inn fyrir Kreppubrú þaðan sem er gengið út í Sönghofsdal. Komið við hjá fossinum Gljúfrasmið í Jökulsá.
Brottför kl. 8:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem sameinast er í bíla.
Verð: Kr. 3000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi) auk þátttöku í bensín-kostnaði.
Fólk er beðið um að skrá sig í gönguna á heimasíðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Fararstjóri: Stefán Kristmannsson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vestdalur frá snjóflóðagörðum

21 júlí 2024

Dagsferð 21. júlí
Vestdalur frá snjóflóðagörðum, 1-2 skór.
Brottför kl.10:00 frá skrifsstofu ferðafélagsins að Tjarnarási 8. á Egilsstöðum þar sem sameinast er í bíla. Keyrt yfir Fjarðarheiði, langleiðina að snjóflóðavarnargörðum undir Bjólfi. Gengið upp á garðana og svo út með fjallinu. Beygt inn Vestdalinn og gengið bakvið Bjólfinn inn að Vestdalsvatni. Síðan er gengið niður með fossunum í Vestdalnum og komið niður á Vestdalseyrina.
Gangan er 4-5 klst. Það er smá bratti á einum kafla annars lítil heildarhækkun.
Fararstjóri: Katrín Reynisdóttir.
Verð: kr. 1000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi).

Dagsferð á heiðarbýlin, þessi klassíska.

03 ágúst 2024

Dagsferð á heiðarbýlin, þessi klassíska, 2 skór
3. ágúst. ágúst. Brottför kl. 9:00.
Gengið að tíu heiðarbýlum. Ekið á bílum á milli og gengið að hverju býli. Gangan í hvert skipti er ekki löng og því er þetta tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Gott tækifæri til að fylla stimpilkort og taka þátt í skemmtilegum gönguleik ferðafélagsins. Hjá hverju býli er staukur sem inniheldur upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur tengdar því ásamt gestabók og stimpli fyrir stimpilkortin. Býlin sem verða heimsótt í þessari ferð eru í innheiðimmi.
Fararstjórn: Þorvaldur Hjarðar.
Verð: 8.000/7.000. Innifalið: Kvöldmatur , stimpilkort og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum á heima-síðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 


Lengri ferðir

Ævintýraferðir fjölskyldunnar fara á Víknaslóðir er uppseld.

29 júní 2024

 

Ævintýraferðir fjölskyldunnar fara á Víknaslóðir 29. júní til 2. júlí. er Uppseld
29. júní Keyrt að upphafsstað göngu sem er við brúna yfir Þverá inn í Borgarfirði.
Gengið upp Kækjudal og yfir Kækjuskörð. Í Kækjudal má sjá stórbrotið landslag með allskonar myndum í tröllslegum steinum.
Lengd 15 km. og hækkun 780 metrar.
30. júní Gengið út Loðmundarfjörð, upp Hryggjabrekku og út á Grjótbrún, niður Nesháls í Húsavíkurská-la.
Á leið okkar í Loðmundarfirði munum við sjá gamlar rústir bæja og undurfagra náttúru.
Lengd 14 km. og hækkun 458 metrar.
1. júlí Gengið frá Húsavíkurskála yfir í Breiðuvíkuskála
Farin verður falleg leið inn Gunnhildardal yfir Herjólfsvíkurvarp. Áður en farið er yfir Varpið þá heilsum við upp á Halldórustein og kíkjum á tröllinn í Mosdal, komum niður á fjöru við Litluvík í Breiðuvík.
Lengd 14 km. og hækkun 678 metrar
2. júlí Gengið frá Breiðuvík til Borgarfjarðar í gegnum hina undirfögru Brúnuvík. Þegar komið er til
Borgarfjarðar endum við í heimsókn hjá lundunum.
Lengd 15 km. og hækkanir eru tvær; Súluskarð 390 metrar og Brúnavíkurskarð 380 metrar.
Þessi ganga er fyrir alla krakka á aldrinum 6 til 16 ára.
Verð: 45.000,- fyrir foreldra, frítt fyrir börn. Innifalið: Skálagisting, trúss, kjötsúpa síðasta kvöldið og fararstjórn.
Skráning í ferð er á heimasíðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Fararstjórar: Þórdís Kristvinsdóttir og Hildur Bergsdóttir

Víknaslóðir – Um eyðivíkur, firði og fjallaskörð.

23 júlí 2024

Víknaslóðir – Um eyðivíkur, firði og fjallaskörð, 3 skór
23. júlí – 26. júlí Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. 

Víknaslóðir er göngusvæði sem engan svíkur. Þar blandast saman fallegir firðir, víkur og stórfengleg fjalla-sýn hvert sem litið er. Í þessari ferð má segja að göngufólk tipli yfir það helsta sem svæðið hefur upp á að bjóða en mælt er þó með því að koma aftur og skoða ýmsa ómissandi „útúrdúra“ sem verða óhjákvæmilega eftir.

1.d. Kl.10:00 ekið frá félagsheimilinu Fjarðarborg að upphafsstað göngu. Gengið frá Borgarfirði til Breiðu-víkur í gegnum Brúnavík. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins í Breiðuvík.

2.d. Gengið frá Breiðuvík í Húsavík. Hér er ýmist farið um Víknaheiði til Húsavíkur en ef vel viðrar er farið inn Litluvíkurdal, gengið í rótum Leirfjalls og þaðan yfir Herjólfsvíkurvarp til Húsavíkur. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins í Húsavík.

3.d. Gengið frá Húsavík, upp Neshálsinn og þaðan niður í Loðmundarfjörð. Ýmsar leiðir í boði, val fararstjóra fer eftir veðri og skyggni. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins að Klyppstað.

4.d. Gengið frá Loðmundarfirði og uppá Fitjar. Þaðan er farið um Kækjuskörð og Kækjudal til Borgar-fjarðar.

Verð: 61.500/58.500. Innifalið: Skálagisting, trúss og fararstjórn.
Skráning í ferð er á heimasíðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Haustlitaferð í Þórsmörk.

27 september 2024

Haustlitaferð í Þórsmörk, 2 skór
27. sept – 29. sept. (1 dagur/2 nætur)
Lágmarksþátttaka í ferð er 8 manns.
Skráningarfrestur til 15. september.
Gangan er auðveld, 8-12 km og fyrir alla sem vilja upplifa töfra og liti Þórsmerkur. 😊
Gist 2 nætur á Midgard Base Camp á Hvolsvelli og gengið með reyndum leiðsögumanni þeirra Nánari upplýsingar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.