Skip to main content

Sunnudagsgöngur


Dagsferðir

Sönghofsdalur

06 júlí 2024

Dagsferð: 6. júlí (sunnudagur 7. júlí til vara)
Sönghofsdalur, 3 skór.
Lengd: Alls 19 km. Hækkun: Engin
Ekið í Möðrudal og þaðan Kverkfjallaveg inn fyrir Kreppubrú þaðan sem er gengið út í Sönghofsdal. Komið við hjá fossinum Gljúfrasmið í Jökulsá.
Brottför kl. 8:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem sameinast er í bíla.
Verð: Kr. 3000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi) auk þátttöku í bensín-kostnaði.
Fólk er beðið um að skrá sig í gönguna á heimasíðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Fararstjóri: Stefán Kristmannsson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vestdalur frá snjóflóðagörðum

27 júlí 2024

Dagsferð 27. júlí
Vestdalur frá snjóflóðagörðum, 1-2 skór.
Brottför kl.10:00 frá skrifsstofu ferðafélagsins að Tjarnarási 8. á Egilsstöðum þar sem sameinast er í bíla. Keyrt yfir Fjarðarheiði, langleiðina að snjóflóðavarnargörðum undir Bjólfi. Gengið upp á garðana og svo út með fjallinu. Beygt inn Vestdalinn og gengið bakvið Bjólfinn inn að Vestdalsvatni. Síðan er gengið niður með fossunum í Vestdalnum og komið niður á Vestdalseyrina.
Gangan er 4-5 klst. Það er smá bratti á einum kafla annars lítil heildarhækkun.
Fararstjóri: Katrín Reynisdóttir.
Verð: kr. 1000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi).

Dagsferð á heiðarbýlin, þessi klassíska.

03 ágúst 2024

Dagsferð á heiðarbýlin, þessi klassíska, 2 skór
3. ágúst. ágúst. Brottför kl. 9:00.
Gengið að tíu heiðarbýlum. Ekið á bílum á milli og gengið að hverju býli. Gangan í hvert skipti er ekki löng og því er þetta tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Gott tækifæri til að fylla stimpilkort og taka þátt í skemmtilegum gönguleik ferðafélagsins. Hjá hverju býli er staukur sem inniheldur upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur tengdar því ásamt gestabók og stimpli fyrir stimpilkortin. Býlin sem verða heimsótt í þessari ferð eru í innheiðimmi.
Fararstjórn: Þorvaldur Hjarðar.
Verð: 8.000/7.000. Innifalið: Kvöldmatur , stimpilkort og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum á heima-síðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Snæfell.

04 ágúst 2024

Dagsferð 4. Ágúst. Snæfell, 3 skór
Stefnan er tekin á Snæfell sem er hæsta fjall á Íslandi utan jökla, eitt þekktasta fjall austanlands.
Á toppnum er frábært útsýni í góðu veðri.
Þátttökugjald 3.000 kr.
Brottför kl 8:00 frá skrifstofu ferðafélagsins, Tjarnarási 8 Egilsstöðum þar sem sameinast verður í bíla.
Umsjón: Silja Arnfinnsdóttir
Skráning í göngu í netfang FFF
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mjóafjarðarheiði - Fönn

10 ágúst 2024

Dagsferð 10 ágúst ( sunnudagur 11. ágúst til vara ) Mjóafjarðarheiði - Fönn, 3 skór.
Lengd: Alls 9.5 km. Hækkun: 450-500 m.
Brottför kl. 9:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem sameinast er í bíla. Ekið upp á Mjóafjarðarheiði og gengið þaðan.
Fönn er jökull (lítið eftir af honum) í u.þ.b. 1000 m.y.s. upp af Fannardal.
Hann er aðalupptök Norðfjarðarár og þar var áður gönguleið milli Norðfjarðar og Fljótsdalshéraðs.
Gangan er í samstarfi með Ferðafélagi Fjarðamanna og hluti hópsins getur gengið undir leiðsögn Kristins Þorsteinssonar niður í Fannardal.
Umsjón: Stefán Kristinn
Verð: Kr 1000. sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi).
Skráning í göngu í netfang FFF
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þjóðfell.

25 ágúst 2024

Dagsferð 25. ágúst.  Þjóðfell, 3 skór

Gengið af hringvegi á Langadal vestan Vopnafjarðarvegamóta beint á Þjóðfell.

Brottför kl. 9:00 frá húsi Ferðafélagsins Tjarnarási 8. Egilsstöðum.

Hæð y.s. 1.014. Hækkun ca. 500 m.

Farastjóri: Sigurjón Bjarnason

Verð kr. 1000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.

Lambadalur í Borgarfirði.

31 ágúst 2024

Dagsferð 31. ágúst ( sunnudagur 1 september til vara) Lambadalur í Borgarfirði, 3 skór.
Tími: 6 - 7 tímar. Vegalengd: 8-9 km. Hækkun: um 500 m.
Leiðarlýsing: Þægileg gönguleið inn í Lambadal innst í Borgarfirði eystra, þar sem mikið jarðrask varð árið 1937. Gengið um dalinn sem er mjög fallegur og ummerki jarðrasksins skoðað. Farið upp á hrygginn við Krosstind þaðan sem útsýni er mjög fallegt.
Brottör frá skrifstofu FFF á Egs. kl 8:00
Hist fyrir framan Fjarðarborg á Borgarfirði kl. 9:00 þar sem leiðsögumaður tekur á móti hópnum og ekið þaðan á bílastæði inn í firði að upphafi gönguleiðar.
Fararstjóri: Bryndís Skúladóttir
Verð kr. 3000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi).

Fagridalur- Kistufell

07 september 2024

Dagsferð 7. september
Fagridalur- Kistufell, 4 skór
Sameiginleg ganga með Ferðafélagi Fjarðamanna. Brottför kl. 10:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem sameinast er í bíla.
Gengið frá kofa á Fagradal upp Launárdal á Kistufell. Þaðan um Eldhnjúka og komið niður á Hjálpleysu og niður að Perluskilti við Grófargerði á Völlum. Bílar geymdir þar.
Fararstjóri: Kristinn
Verð kr. 3000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi).


Lengri ferðir

Víknaslóðir – Um eyðivíkur, firði og fjallaskörð.

23 júlí 2024

Víknaslóðir – Um eyðivíkur, firði og fjallaskörð, 3 skór
23. júlí – 26. júlí Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. 

Víknaslóðir er göngusvæði sem engan svíkur. Þar blandast saman fallegir firðir, víkur og stórfengleg fjalla-sýn hvert sem litið er. Í þessari ferð má segja að göngufólk tipli yfir það helsta sem svæðið hefur upp á að bjóða en mælt er þó með því að koma aftur og skoða ýmsa ómissandi „útúrdúra“ sem verða óhjákvæmilega eftir.

1.d. Kl.10:00 ekið frá félagsheimilinu Fjarðarborg að upphafsstað göngu. Gengið frá Borgarfirði til Breiðu-víkur í gegnum Brúnavík. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins í Breiðuvík.

2.d. Gengið frá Breiðuvík í Húsavík. Hér er ýmist farið um Víknaheiði til Húsavíkur en ef vel viðrar er farið inn Litluvíkurdal, gengið í rótum Leirfjalls og þaðan yfir Herjólfsvíkurvarp til Húsavíkur. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins í Húsavík.

3.d. Gengið frá Húsavík, upp Neshálsinn og þaðan niður í Loðmundarfjörð. Ýmsar leiðir í boði, val fararstjóra fer eftir veðri og skyggni. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins að Klyppstað.

4.d. Gengið frá Loðmundarfirði og uppá Fitjar. Þaðan er farið um Kækjuskörð og Kækjudal til Borgar-fjarðar.

Verð: 61.500/58.500. Innifalið: Skálagisting, trúss og fararstjórn.
Skráning í ferð er á heimasíðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Haustlitaferð í Þórsmörk.

27 september 2024

Haustferð í Þórsmörk
27. – 29. sept. (1 dagur/2 nætur)
Lágmarksþátttaka í ferð er 8 manns.
Skráningarfrestur til 15. September. Skráning og nánari upplýsingar með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu með í gönguferð í einni fallegustu gönguparadís á Íslandi með reyndum leiðsögumanni Midgard Adventure. Nóttina fyrir gönguna er gist á Midgard Base Camp https://midgardbasecamp.is/ Eftir staðgóðan morgunmat er hópnum skutlað inn í Bása í Goðalandi þar sem gangan hefst. Gönguleið dagsins fer eftir veðri, vindum og stemningu. Mögulegar gönguleiðir eru Tindfjallahringur, Rjúpnafell, Valahnjúkur, Útigönguhöfði, Hvannárgil eða Réttarfell. Þetta verður skemmtilegur göngudagur með sirka 8-12 km langri göngu. Við viljum hafa leiðarval sveigjanlegt eftir aðstæðum og munum velja skemmtilegustu leiðina hverju sinni. Eftir göngu mun hópurinn gæða sér á grilluðum hamborgara og kældum bjór eða gosi. Eftir mat er ekið að Midgard Base Camp þar sem fólk getur mýkt stirða vöðva í heitum potti og gufubaði. Þegar úthaldið er búið er lagst til hvílu í uppábúinni koju eða rúm

Hvað er innifalið?
• Gönguleiðsögn
• Skutl frá Midgard Base Camp inn í Þórsmörk
• Hamborgari og bjór/gos í Þórsmörk
• Skutl frá Þórsmörk að Midgard Base Camp
• Gisting í tvær nætur í uppábúinni koju með sameiginlegum aðgangi að salerni
• Morgunverður (x2)
• Undirbúningsfundur kvöldið fyrir gönguna
• Aðgangur að heitum potti og sauna á Midgard Base Camp
Verð: 54.900 kr. á mann
Fyrir hverja er þessi ferð?
Þessi ganga er fyrir alla sem vilja upplifa töfra Þórsmerkur. Landslagið, litina og kraftinn! Ferðin er tilvalin fyrir byrjendur sem eru að taka sín fyrstu skref í útivist. 😊

Jeppaferð FFF á Haugsöræfi og Smjörvatnsheiði

17 ágúst 2024

Jeppaferð FFF á Haugsöræfi og Smjörvatnsheiði
Laugardaginn 17 ágúst 2024
Farið frá Tjarnarási 8 Egilsstöðum, hús Ferðafélagsins, sameinast í bíla og ekið norður fjöll stoppað við Sveigshelli, litið inn og næsta stopp er, Beitarhús við Möðrudalsvegamót síðan að Biskupshálsplani.
Farið austur á Haugsöræfi, ritsímanum fylgt, kaffistopp við skálann í Vestari Brekku, þaðan að Haugsnibbu og gengið á fjallið að þríhyrningsmælingarsteini og þar til baka og niður Austari-Brekku, niður á Urðir. Áfram í Almenninga og heiðarbýlin Selsárvellir og Fossvellir skoðuð og haldið í skálann á Aðalbóli.
Þar verður grillað og gist, öll grunnaðstaða til staðar
Morguninn eftir er farið að Mælifelli og síðan niður Selárdal til Vopnafjarðar stoppað í söluskála áður er lagt verður á Smjörvatnsheiði, komið við í gamla símahúsi og tekin nestishlé og útsýni skoðað, farið niður að Bugsseli og þaðan að Gvendarbrunninum á Bug og niður Laxárdal að Fossvöllum í Hlíð.
Hvað þarf meðferðis: útivistarföt, nesti fyrir ferð og viðlegubúnað til gistingar í Skálanum á Aðalbóli
Verð: 13.000.- per þátttakanda
Skráning í ferð er á netfang FFF This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.