Skip to main content

Sunnudagsgöngur

Sunnudagsganga - Kóreksstaðavígi og nágrenni

03 desember 2023

Sunnudaginn 3 2023 verður gengið í Kóreksstaðavígi og nágrenni..
Fulltrúar frá ferðanefnd ferðafélagsins leiða göngurnar eins og áður.
Mæting er við hús ferðafélagsins, Tjarnarás 8 á Egilsstöðum og er lagt af stað kl 10:00.
Verð er 500 krónur á manninn og greiðist á staðnum.

Sunnudagsganga - Hrafnafell

10 desember 2023

Sunnudaginn 10 desember 2023 verður gengið á Hrafnafell.
Fulltrúar frá ferðanefnd ferðafélagsins leiða göngurnar eins og áður.
Mæting er við hús ferðafélagsins, Tjarnarás 8 á Egilsstöðum og er lagt af stað kl 10:00.
Verð er 500 krónur á manninn og greiðist á staðnum.

Sunnudagsganga - smákökuganga

17 desember 2023

Sunnudaginn 17 desember 2023 verður smákökuganga.
Fulltrúar frá ferðanefnd ferðafélagsins leiða göngurnar eins og áður.
Mæting er við hús ferðafélagsins, Tjarnarás 8 á Egilsstöðum og er lagt af stað kl 10:00.
Verð er 500 krónur á manninn og greiðist á staðnum.


Dagsferðir

Viðvíkurbjarg við Bakkafjörð

19 maí 2024

Dagsferð 19. maí.
Viðvíkurbjarg við Bakkafjörð, 3 skór.
Fuglaskoðun ofl. Ekið að Steintúni við Bakkafjörð. Gengið að Digranesvita og þaðan eftir bjargbrúninni í átt að Viðvík. Hækkun: Tæpir 200 m.
Fararstjóri: Sigurjón Bjarnson
Brottför kl. 09.00 frá húsi Ferðafélagsins Tjarnarási 8 Egilsstöðum.
Verð: kr. 1000 sem greiðist til umsjónarmanns ferðar (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.
Skráning í ferð á netfang FFF
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Egilssel-Valabjörg-Rangárhnjúkur-Egilssel.

02 júní 2024

Dagsferð 2. júní.

Egilssel-Valabjörg-Rangárhnjúkur-Egilssel, 3 skór.

Gengið frá Egilsseli um Valabjörg að Rangá. Upp með ánni á Rangárhnjúk og þaðan í Egilssel.

Vegalengd ca. 20 km og hækkun um 400 m.

Fararstjóri: Jón Steinar Benjamínsson.

Brottför kl. 09.00 frá húsi Ferðafélagsins Tjarnarási 8 Egilsstöðum. 

Verð: kr. 1000 sem greiðist til umsjónarmanns ferðar (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.

Skráning í ferð á netfang FFF

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Brekkusel – Hallfreðarstaðir

16 júní 2024

Dagsferð 16. júní.
Brekkusel – Hallfreðarstaðir, 2 skór.
Þetta er hæg leið eftir gamalli bílslóð um 9 km. löng.
Fararstjóri: Sigurjón Bjarnason.
Brottför kl. 09.00 frá húsi Ferðafélagsins Tjarnarási 8 Egilsstöðum.
Verð: kr. 1000 sem greiðist til umsjónarmanns ferðar (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.
Skráning í ferð á netfang FFF
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sólstöðuganga

21 desember 2023

Dagsferð, Sólstöðuganga 21. júní, 2 skór.
Stapavík
Létt ganga, um 10 km. fram og til baka. Hækkun er um 100 metrar.
Gengið frá bílastæði rétt neðan við heimkeyrsluna að Unaósi, út með Selfljóti.
Skammt frá ósum Selfljóts stendur Stapavík. Milli 1930-1945 var þar uppskipunarhöfn og er staðurinn
nátengdur verslunarsögu Borgarfjarðar eystri og Héraðs. Víkin sjálf er gríðarlega falleg og útsýni til norðurs er stórfenglegt á góðum degi.
Fararstjóri: Jarþrúður Ólafsdóttir.
Brottför kl. 20.00 frá húsi Ferðafélagsins, Tjarnarási 8 Egilsstöðum.
Verð: kr. 1000 sem greiðist til umsjónarmanns ferðar (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.
Skráning í ferð á netfang FFF
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Solstuganga1

Yfir Búr í Vopnafirði

29 júní 2024

Dagsferð: 29. júní (sunnudagur 30. júní til vara)

Yfir Búr í Vopnafirði, 3 skór.

Lengd: Alls 11 km. heildarhækkun: Um 800 m.

Búr er fjall sem skilur að Böðvarsdal og Fagradal við Vopnafjörð. Gönguleiðin er gömul póstleið sem oft var farin við erfiðar aðstæður.

Ekið til Vopnafjarðar yfir Hellisheiði. Skammt frá brúnni yfir Dalsá er ekið eftir 4WD afleggjara að eyðibýlinu Böðvarsdal og lagt við gamla fjárrétt skammt frá eyðibýlinu.

Fararstjóri: Katrín Reynisdóttir

Brottför kl 9:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem  sameinast er í bíla.

Verð: kr. 1000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.

Fólk er beðið um að skrá sig í gönguna á heimasíðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Lengri ferðir

Ævintýraferðir fjölskyldunnar fara á Víknaslóðir

29 júní 2024

Ævintýraferðir fjölskyldunnar fara á Víknaslóðir 29. júní til 2. júlí.
29. júní Keyrt að upphafsstað göngu sem er við brúna yfir Þverá inn í Borgarfirði.
Gengið upp Kækjudal og yfir Kækjuskörð. Í Kækjudal má sjá stórbrotið landslag með allskonar myndum í tröllslegum steinum.
Lengd 15 km. og hækkun 780 metrar.
30. júní Gengið út Loðmundarfjörð, upp Hryggjabrekku og út á Grjótbrún, niður Nesháls í Húsavíkurská-la.
Á leið okkar í Loðmundarfirði munum við sjá gamlar rústir bæja og undurfagra náttúru.
Lengd 14 km. og hækkun 458 metrar.
1. júlí Gengið frá Húsavíkurskála yfir í Breiðuvíkuskála
Farin verður falleg leið inn Gunnhildardal yfir Herjólfsvíkurvarp. Áður en farið er yfir Varpið þá heilsum við upp á Halldórustein og kíkjum á tröllinn í Mosdal, komum niður á fjöru við Litluvík í Breiðuvík.
Lengd 14 km. og hækkun 678 metrar
2. júlí Gengið frá Breiðuvík til Borgarfjarðar í gegnum hina undirfögru Brúnuvík. Þegar komið er til
Borgarfjarðar endum við í heimsókn hjá lundunum.
Lengd 15 km. og hækkanir eru tvær; Súluskarð 390 metrar og Brúnavíkurskarð 380 metrar.
Þessi ganga er fyrir alla krakka á aldrinum 6 til 16 ára.
Verð: 45.000,- fyrir foreldra, frítt fyrir börn. Innifalið: Skálagisting, trúss, kjötsúpa síðasta kvöldið og fararstjórn.
Skráning í ferð er á heimasíðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Fararstjórar: Þórdís Kristvinsdóttir og Hildur Bergsdóttir