Skip to main content

Sunnudagsgöngur


Dagsferðir


Lengri ferðir

Nærandi samvera í faðmi fjallanna 27 -29 október 2023.

27 október 2023
Nærandi samvera í faðmi fjallanna
27-29. október 2023.
Föstudagur
Sameinast í bíla við skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs kl. 15:00, ekið að upphafsstað göngu og gengið niður í Breiðuvík í gegnum Urðarhóla. Ganga dagsins er 9 km.
Sameiginlegur kvöldverður. Varðeldur, slökun og hugleiðsla um kvöldið.
Laugardagur
8:00 Vaknað
8:30 Deginum tekið fagnandi með morgunjóga
9:00 Morgunmatur
10:00 Gengið yfir í Kjólsvík, þaðan svo niður í Breiðuvíkurfjöru, kyrrðarstund og sköpunargleði í fjöru. ganga dagsins er 7 km.
Komið í skála í síðdegis, eldlummur.
Frjáls stund fram að kvöldmat
Kvöldverður
21:00 Þakklætisstund, kakó og eldur.
Sunnudagur
8:00 Vaknað
8:30 Jóga
9:00 morgunmatur og frágangur
10:00 Brottför.
Gengið verður upp í Eyðidal yfir Eyðidalsvarp, niður að Gæsavötnum að Afrétt þar sem bílarnir bíða.
Ganga dagsins er 12 km.
Verð: 43.000/40.000 kr. (Innifalið: Skálagisting, trúss, morgun-kvöldmatur og fararstjórn.
Fararstjórar: Þórdís Kristvinsdóttir fjallaleiðsögumaður og lífstkúnstner og Hildur Bergsdóttir fjallaleiðsögumaður, jóga kennari og náttúrutherapisti.