Sunnudagsgöngur

Kotfell í Reyðarfirði

07 May 2023

Kotfell í Reyðarfirði 2 skór. Sunnudagsganga 7. maí kl. 10.00. Gengið frá Þórdalsheiðarvegamótum við bæinn Áreyjar í Reyðarfirði. Fellið er um 400 metra hátt. Umsjón: Jarþrúður Ólafsdóttir.

Valtýshellir

21 May 2023

Valtýshellir (Perla) 2 skór Sunnudagsganga 21. maí kl. 10.00. Gengið af bílastæði hjá Grófargerði á Völlum að litlum hellisskúta í dalnum Hjálpleysu. „Frekar þægileg meðallöng gönguleið í miklum fjallasal“. (Skúli M. Júlíusson) Umsjón: Sigurjón Bjarnason.

Grænafell

04 June 2023

Grænafell 2 skór. Sunnudagsganga 4. júní kl. 10.00. Lagt af stað í nágrenni Biskupshlaups á Fagradal og fram á fjallið. Frábært útsýnisfjall þó hæðin sé aðeins 573 m. Umsjón: Jarþrúður Ólafsdóttir.

Remba við Hallomsstað

18 June 2023

Remba við Hallormsstað 2 skór.

Sunnudagsganga 18. júní kl. 10.00. Gengið eftir göngustíg frá íþróttahúsinu á Hallormsstað upp með Staðará að gamalli virkjunarstíflu. Hægt að halda áfram yfir í Skriðdal eftir gamalli reiðleið. Nánari upplýsingar í bókinni 101 Austurland – Gönguleiðir fyrir alla.

Umsjón: Katrín Reynisdóttir.

Austdalur/Brekkugjá

02 July 2023

Austdalur/Brekkugjá 3 skór.

Sunnudagsganga 2. júlí kl. 10.00. Gengið fram Austdal í Seyðisfirði um Brekkugjá Tveir valkostir: Gengið áfram að Brekku í Mjóafirði eða svipaða leið til baka. Umsjón: Katrín Reynisdóttir.

Einstakafjall

16 July 2023

Einstakafjall 2 skór.

Sunnudagsganga 16. júlí kl. 10.00. Gengið af fjallveginum Dys milli Viðfjarðar og Vöðlavíkur á fjall sem stendur á mörkum Vöðlavíkur, Viðfjarðar og Sandvíkur.

Umsjón: Stefán Kristmannsson.

Fossaganga í Fljótsdal

06 August 2023

Fossaganga í Fljótsdal. 3 skór

Sunnudagsganga 6. ágúst kl. 10.00. Gengið frá Óbyggðasetri gegnum Kleifarskóg meðfram Jökulsá í Fljótsdal að Laugarfelli. Nánari upplýsingar í bókinni 101 Austurland – Gönguleiðir fyrir alla.

Umsjón: Sigurjón Bjarnason.

Vestdalsvatn

20 August 2023

Vestdalsvatn (perla) 3 skór

Sunnudagsganga 20. ágúst kl. 10.00.  Gengið af Fjarðarheiðarvegi niður að Vestdalsvatni og sömu leið til baka. Möguleiki að ganga áfram niður Vestdal eða Gilsárdal til Héraðs. Nánari upplýsingar í bókinni 101 Austurland – Gönguleiðir fyrir alla.

Umsjón: Jarþrúður Ólafsdóttir.


Dagsferðir

Húsey

23 June 2023

Húsey (Perla) 1 skór.

Sólstöðuganga 23. júní kl. 22.00. Létt ganga frá perluskilti við Húsey niður að ósi Lagarfljóts og Jökulsár á Dal.

Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson.

Grasdalur norðan Njarðvíkur

08 July 2023

Grasdalur norðan Njarðvíkur 3 skór.

Gönguferð 8. júlí kl. 8.00. (Sunnudag 9. júlí eftir veðurútliti) Gengið frá Njarðvík upp í Gönguskarð um Grasdal niður að Kögurvita og áfram að Njarðvík. Fáfarið svæði um fjöllin austan Héraðsflóa. Skráningarfrestur til fimmtudags 6. júlí.

Þátttökugjald 3.000 kr.

Umsjón: Stefán Kristmannsson.

Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar

22 July 2023

Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar 3 skór.

Gönguferð laugardag 22. júlí. kl. 9.00 (Sunnudag 23. júlí eftir veðurútliti.) Í samstarfi við Ferðafélag Fjarðamanna.  Sameinast í bíla við Stuðla í Reyðarfirði, síðan ekið í gegnum göngin að Dölum í Fáskrúðsfirði, þaðan sem lagt er á fjallið.

Þátttökugjald 3.000 kr.

Skráningarfrestur til fimmtudags 10. júlí.

Umsjón: Kristinn Þorsteinsson.

Snæfell

12 August 2023

Snæfell 3 skór

Gönguferð laugardaginn 12. ágúst kl. 8.00. Hæsta fjall á Íslandi utan jökla, eitt þekktasta fjall austanlands. Frábært útsýni í góðu veðri. Nánari upplýsingar í bókinni 101 Austurland – Tindar og toppar.

Skráningarfrestur til fimmtudags 10. ágúst.

Þátttökugjald 3.000 kr.

Umsjón: Silja Arnfinnsdóttir.

Staðarfjall og nágrenni Borgarfirði eystra

26 August 2023

Staðarfjall og nágrenni Borgarfirði eystra. 3 skór.

Gönguferð 26. ágúst kl. 9.00. (27. ágúst til vara) Gengið á fjallið og um nágrenni þess undir leiðsögn umsjónarmanns. . Nánari upplýsingar í bókinni 101 Austurland – Tindar og toppar.

Skráningarfrestur til fimmtudags 24. ágúst.

Þátttökugjald 3.000 kr.

Umsjón: Bryndís Skúladóttir.

Dagsferð á heiðarbýlin

12 August 2023

spanarholl2

Dagsferð á heiðarbýlin, þessi klassíska 2 skór

12. ágúst. Brottför kl. 9:00

 

Gengið að tíu heiðarbýlum. Ekið á bílum á milli og gengið að hverju býli. Gangan í hvert skipti er ekki löng og því er þetta tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Gott tækifæri til að fylla stimpilkort og taka þátt í skemmtilegum gönguleik ferðafélagsins. Hjá hverju býli er staukur sem inniheldur upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur tengdar því ásamt gestabók og stimpli fyrir stimpilkortin. Býlin sem verða heimsótt í þessari ferð eru í Úheiðinni. (Selsárvellir, Aðalból, Mælifell, Fossvellir, Desjamýri, Brunahvammur, Kálffell, Lindasel og Háreksstaðir.)

Endað á kvöldverði að Arnarvatni.

Umsjón: Þorvaldur P. Hjarðar.

Verð: 8.000/7.000 Innifalið: Kvöldmatur, stimpilkort og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum á heimasíðu ferðafélagsins til 1. ágúst.


Lengri ferðir

Víknaslóðir – Um eyðivíkur, firði og fjallaskörð

04 August 2023

Víknaslóðir – Um eyðivíkur, firði og fjallaskörð. 3 skór

4. ágúst - 7.ágúst Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. Lágmark 10 manns.

Víknaslóðir er göngusvæði sem engan svíkur. Þar blandast saman fallegir firðir, víkur og stórfengleg fjallasýn hvert sem litið er. Í þessari ferð má segja að göngufólk tipli yfir það helsta sem svæðið hefur upp á að bjóða en mælt er þó með því að koma aftur og skoða ýmsa ómissandi „útúrdúra“ sem verða óhjákvæmilega eftir.

1.d. Ekið kl. 10:00 frá félagsheimilinu Fjarðarborg að upphafsstað göngu. Gengið frá Borgarfirði til Breiðuvíkur í gegnum Brúnavík. Gist ein nótt í skála ferðafélagsins í Breiðuvík.

2.d. Gengið frá Breiðuvík í Húsavík. Hér er ýmist farið um Víknaheiði til Húsavíkur en ef vel viðrar er farið inn Litluvíkurdal, gengið í rótum Leirfjalls og þaðan yfir Herjólfsvíkurvarp til Húsavíkur. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins í Húsavík.

3.d. Gengið frá Húsavík, upp Neshálsinn og þaðan niður í Loðmundarfjörð. Ýmsar leiðir í boði, val fararstjóra fer eftir veðri og skyggni. Gist ein nótt í skála ferðafélagsins að Klyppstað.

4.d. Gengið frá Loðmundarfirði og uppá Fitjar. Þaðan er farið um Kækjuskörð og Kækjudal til Borgarfjarðar.

Verð: 59.500/56.500.

Innifalið: Skálagisting, trúss og fararstjórn.

Fjölskylduferð frá Seyðisfirði til Borgarfjarðar.

08 July 2023

Fjölskylduferð frá Seyðisfirði til Borgarfjarðar. 2 – 3 skór

8.júlí – 9. júlí. Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir og Hildur Bergsdóttir fjallaleiðsögumenn. Lágmark 15 manns.

Dagur 1: Farið frá kl. 9:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 Egilsstöðum og að upphafsstað göngu á Seyðisfirði. Frá Seyðisfirði er gengið yfir Hjálmárdalsheiði niður Hjálmárdal sem er gömul póstleið, um 6 klukkustunda ganga. Gist verður í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppstöðum í Loðmundarfirði. Boðið er upp á kjötsúpu fyrir alla og samverustund um kvöldið.

Dagur 2: Vaknað klukkan 8:00. Morgunmatur og tiltekt. Lagt að stað kl 10:00 frá skála upp í Hraundal og svo yfir Kækjuskörð niður Kækjudalinn og þaðan yfir í Borgarfjörð. Ganga dagsins tekur um 6 -7 tíma.

Verð er krónur 17.000 fyrir fullorðna . Innifalið er fararstjórn, trúss, kjötsúpa og gisting. Ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Ferðin er hluti af Ævintýraferðum fjölskyldunnar og er niðurgreidd af Múlaþingi, Lýðheilsusjóði og Lífheim.

Nærandi samvera í faðmi fjallanna 8 -10 september 2023.

08 September 2023

Nærandi samvera í faðmi fjallanna

8.-10. september 2023.

Föstudagur 

Sameinast í bíla við skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs kl. 15:00, ekið að upphafsstað göngu og gengið niður í Breiðuvík í gegnum Urðarhóla.

Sameiginlegur kvöldverður. Varðeldur, slökun og hugleiðsla um kvöldið.

Laugardagur
8:00 Vaknað
8:30 Deginum tekið fagnandi með morgunjóga
9:00 Morgunmatur
10:00 Gengið upp í Eyðidal svo niður í Breiðuvíkurfjöru, kyrrðarstund og sköpunargleði í fjöru.
Komið í skála í síðdegis, eldlummur.
Frjáls stund fram að kvöldmat
Kvöldverður
21:00 Þakklætisstund, kakó og eldur.

Sunnudagur
8:00 Vaknað
8:30 Jóga

9:00 morgunmatur og frágangur
10:00 Brottför.

Gengið verður yfir á Borgarfjörð í gegnum Súluskarð og Hofstarndarskarð, ef veður leyfir þá verður farið niður í Brúnavík.


Verð: 43.000/40.000 kr. (Innifalið: Skálagisting, trúss, morgun-kvöldmatur og fararstjórn.

Fararstjórar: Þórdís Kristvinsdóttir fjallaleiðsögumaður og lífstkúnstner og Hildur Bergsdóttir fjallaleiðsögumaður og náttúrutherapisti.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Tjarnarási 8 - 700 Egilsstaðir - (Pósthólf 154) - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - sími: 863 5813