Skip to main content

Selsárvellir

Selsárvellir stóðu innstir bæja í "Almenningssveit". Frumbýlingur þar, sumarið 1860, var Grímur Grímsson ásamt konu sinni Aldísi Jósefsdóttur og eru þau talin þar í manntali 1860 með tveimur börnum og systur bónda, Guðrúnu. Grímur býr á Selsárvöllum til 1871 en 1874 tekur Sigurður Einarsson við af Jóhönnu Tómasdóttur sem bjó á eftir Grími. Þau hjónin Sigurður og Guðrún Jónsdóttir höfðu búið á Mælifelli árin á undan og komu þaðan. Þau höfðu verið hjú á Selsárvöllum 1866 svo þau þekktu þar til. Á Selsárvöllum búa þau til 1877 í tvíbýli við Jón Jónsson og Sigurbjörgu Sigurðardóttur. Eitthvað verður til að slitnar uppúr tvíbýlinu

  • Last updated on .
  • Hits: 1621