Skip to main content

Netsel

Í 542 m hæð við Ánavatn í landi Brúar rúma 2 km frá Grunnavatni. Þorsteinn Jökull Magnússon var þjóðsagnapersóna er bjó á Brú á seinni hluta 15. aldar Hann var sagður hafa búið a.m.k. eitt ár á Netseli er hann flúði til fjalla undan “pestinni”. Gamlar rústir eru á tanga sem skagar út í Ánavatn að vestan.  Sumar eru neðan gjóskulags frá 1477 en aðrar eru frá 18. öldinni og þær yngstu tengjast eflaust ábúðinni á Grunnavatni.  Nokkrar heimildir eru fyrir því að fólk kenndi sig við Netsel þótt ekki sé vitað um reglulega ábúð þar. 

 (4) GPS hnit (N65°12.68 – W15°32.16)

Netsel - Ítarefni og ábúendatal

Netsel er í landi Brúar í 542 m hæð.  Nafnið er athyglisvert, vitnar líklega um að silungsveiði hafi verið stunduð mikið í vatninu fyrr á öldum.  Það gæti jafnvel verið að veiðiskapur hafi verið eitt aðalstarfið í selbúskapnum.  Rústir eru á Netselstanga frá ýmsum tímum, sumar eldri en gjóskulagið svarta frá 1477.  Þær yngstu tileyra búsetuskeiði á 18. öld og ef til vill einnig frá 19. og 20. öld.

Þjóðsagnapersónan Þorsteinn Jökull bóndi á Brú, sem talinn er hafa verið uppi um 1500 er sagður hafa búið á Netseli eitt ár, en áður tvö ár á Dyngju í Arnardal.  Sagt era ð hann hafi flúið með hyski sitt til að forðast pestarláguna síðari, sem stráfelldi byggðalýðinn.  Eftir þrjú ár snéri hann aftur að Brú og var þá hólpinn.

Í manntali 1816 segja systur tvær Kristín og Guðleif Finnbogadætur fæðingarstað sinn vera Netsel.  Eftir aldri eru þær fæddar um 1779 og 1780.  Árið 1784 deyr í Hofteigssókn á Jökuldal Ásný Eiríksdóttir frá Netseli.

Þessar heimildir sýna að búið var á þessu seli um skamma hríð á 18. öld en sú búseta hefur líklega lagst af í Móðuhallærinu illræmda af völdum Skaftárelda.

  • Last updated on .
  • Hits: 7219