Skip to main content

Mælifell

Mælifells er getið í Vilkinsmáldaga frá 1397 sem eignar Hofskirkju. Hið sama er uppi á teninginum í máldaga frá 1570 og vísitasíu Brynjólfs biskups frá 1641 svo dæmi séu tekin úr fyrndinni. Land Mælifells afmarkast af Selsá, Selá og Innri-Almenningsá, Bungu, Heljardalsfjöllum og Kistufelli. Land Mælifells er allnokkuð gróið, metið sumarhagi fyrir 300-400 fjár og í jarðamati 1849 kemur fram að upprekstrargjald hafi verið 40 fiskar. Mælifell taldist nýbýli og var stofnað 1854 af Arngrími Jósefsyni en byggingarbréf var gefið út 26. janúar 1856. Arngrími var þó synjað um tíundar og skattfrelsi sem hann taldi sig eiga rétt á skv. Nýbýlatilskipuninni frá 1776. Það var gert á þeirri forsendu að jörðin hefði verið nytjuð áður og greitt af henni afgjald. Á Mælifelli var búið með hléum til 1906 þegar þjóðhaginn Páll Jónsson flutti þaðan ásamt konu sinni Margréti Eiríksdóttur.

  • Last updated on .
  • Hits: 1717