Lindarsel
Lindarsel var byggt úr landi Skjöldólfsstaða 1862 og var síðasta nýbýlið sem reist var í Jökuldalsheiðinni. Guðmundur Hallgrímsson, bónda á Skörðum í Reykjahverfi og Lovísa Dorotea Jörgensdóttir, læknis Kjerulf á Brekku reistu Lindarsel. Þau eignuðust fljótlega dóttur, Ólöfu Doroteu, en skömmu seinna dó Lovísa og flosnaði Guðmundur þá upp og Lindarsel fór í eyði 1863. Fyrir byggð Lindarsels hefur líklega verið þar sæluhús við gamla veginn milli Möðrudals og Skjöldólfsstaða, nefndur Skjöldólfsstaðavegur 1532.
(12) GPS hnit (N65°22.20 - W15°25.80)
- Last updated on .
- Hits: 1764