Skip to main content

Fossvellir

Fossvellir eru byggðir á fremri parti Mælifellslands og er afbýli frá Mælifelli. Frumbyggi var Björn Guðmundsson á Torfastöðum og er byggingabréf dagsett 11. apríl 1861 en í sóknarmannatali um haustið er Björn sagður bóndi á Fossvöllum. Þar með lauk tæplega 50 ára uppbyggingartímabili í Almenningi og afrétti Hofskirkju en alls voru 7 býli byggð á svæðinu á þeim tíma. Björn galt tvo sauði í afgjald af jörðinni. Búskapur á Fossvöllum lagðist af við dauða Björns 1864 og sagði ekkjan, Ólöf Arngrímsdóttir jörðinni lausri 1865. Má sjá heimildir um það að eftir að búskapur lagðist af var talað um þennan hluta Mælifells sem Fossvelli.

  • Last updated on .
  • Hits: 1606