Pakkað fyrir trússferð
Hér fyrir neðan er listi sem hafa má til viðmiðunar þegar pakkað er fyrir trússferð þar sem sofið er í skála. Í trússferðum er hægt að vera með ívið meira með sér en í bakpokaferðum, en þó ber að stilla farangri í hóf því trússbílar eru ekki mjög stórir.
Búnaður
- Bakpoki 30-35 lítra
- Svefnpoki (ef til vill einnig lakpoki)
- Hitabrúsi u.þ.b. 1/2 lítra
- Drykkjarílát
- Vatnsbrúsi/vatnspoki
- Skyndihjálparbúnaður s.s. plástur á hælsæri (second skin), teygjubindi og verkjalyf
- Hreinlætisvörur, s.s. tannbursti, sápa, salernispappír
- Eldfæri (meðal annars til að brenna notaðan salernispappír)
- Höfuðljós
- Handklæði, annaðhvort dry fit handklæði eða taubleyja
- Sólarvörn og varasalvi
- Sólgleraugu
- Flugnanet
- Regnjakki og –buxur
- Húfa og vettlingar
- Klæðnaður
- Mjúkir/hálfstífir gönguskór, vatnsheldir og styðja vel við öklann
- Auka skóreimar
- Legghlífar, ef búast má við bleytu eða göngu í snjó
- Göngubuxur úr gerviefnum
- Ullarnærföt; langermabolur og síðar buxur
- Göngusokkar – gott er að vera í þunnum sokkum (liner) undir þykkum sokkum
- Aukasokkar
- Bolir, peysur
- Dún- eða primaluft-úlpa
- Regnjakki og –buxur
- Húfa og vettlingar
- Vaðskór eru nauðsynlegir ef vaða þarf ár (strigaskór/sandalar/neoprene-skór, skórnir verða að vera vel fastir á fætinum
Þótt ferðirnar séu trússferðir er gott að hafa í huga að trússbíllinn er ekki mjög stór. Því skal takmarka umfang þess farangurs sem tekinn er með. Ágætt er að taka ekki meira með en í hefðbundinni ferð þar sem gengið er með allan farangur. Ganga verður þannig frá öllum farangri að hann blotni ekki þó rigni á h
- Last updated on .
- Hits: 551