Skip to main content

Haustlitaferð í Þórsmörk.

  • Upphaf ferðar: 2024-09-27

Haustferð í Þórsmörk
27. – 29. sept. (1 dagur/2 nætur)
Lágmarksþátttaka í ferð er 8 manns.
Skráningarfrestur til 15. September. Skráning og nánari upplýsingar með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu með í gönguferð í einni fallegustu gönguparadís á Íslandi með reyndum leiðsögumanni Midgard Adventure. Nóttina fyrir gönguna er gist á Midgard Base Camp https://midgardbasecamp.is/ Eftir staðgóðan morgunmat er hópnum skutlað inn í Bása í Goðalandi þar sem gangan hefst. Gönguleið dagsins fer eftir veðri, vindum og stemningu. Mögulegar gönguleiðir eru Tindfjallahringur, Rjúpnafell, Valahnjúkur, Útigönguhöfði, Hvannárgil eða Réttarfell. Þetta verður skemmtilegur göngudagur með sirka 8-12 km langri göngu. Við viljum hafa leiðarval sveigjanlegt eftir aðstæðum og munum velja skemmtilegustu leiðina hverju sinni. Eftir göngu mun hópurinn gæða sér á grilluðum hamborgara og kældum bjór eða gosi. Eftir mat er ekið að Midgard Base Camp þar sem fólk getur mýkt stirða vöðva í heitum potti og gufubaði. Þegar úthaldið er búið er lagst til hvílu í uppábúinni koju eða rúm

Hvað er innifalið?
• Gönguleiðsögn
• Skutl frá Midgard Base Camp inn í Þórsmörk
• Hamborgari og bjór/gos í Þórsmörk
• Skutl frá Þórsmörk að Midgard Base Camp
• Gisting í tvær nætur í uppábúinni koju með sameiginlegum aðgangi að salerni
• Morgunverður (x2)
• Undirbúningsfundur kvöldið fyrir gönguna
• Aðgangur að heitum potti og sauna á Midgard Base Camp
Verð: 54.900 kr. á mann
Fyrir hverja er þessi ferð?
Þessi ganga er fyrir alla sem vilja upplifa töfra Þórsmerkur. Landslagið, litina og kraftinn! Ferðin er tilvalin fyrir byrjendur sem eru að taka sín fyrstu skref í útivist. 😊

  • Last updated on .
  • Hits: 608