Skip to main content

Vestdalur frá snjóflóðagörðum

  • Upphaf ferðar: 2024-07-21

Dagsferð 21. júlí
Vestdalur frá snjóflóðagörðum, 1-2 skór.
Brottför kl.10:00 frá skrifsstofu ferðafélagsins að Tjarnarási 8. á Egilsstöðum þar sem sameinast er í bíla. Keyrt yfir Fjarðarheiði, langleiðina að snjóflóðavarnargörðum undir Bjólfi. Gengið upp á garðana og svo út með fjallinu. Beygt inn Vestdalinn og gengið bakvið Bjólfinn inn að Vestdalsvatni. Síðan er gengið niður með fossunum í Vestdalnum og komið niður á Vestdalseyrina.
Gangan er 4-5 klst. Það er smá bratti á einum kafla annars lítil heildarhækkun.
Fararstjóri: Katrín Reynisdóttir.
Verð: kr. 1000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi).

  • Last updated on .
  • Hits: 174