Skip to main content

Yfir Búr í Vopnafirði

  • Upphaf ferðar: 2024-06-29

Dagsferð: 29. júní (sunnudagur 30. júní til vara)

Yfir Búr í Vopnafirði, 3 skór.

Lengd: Alls 11 km. heildarhækkun: Um 800 m.

Búr er fjall sem skilur að Böðvarsdal og Fagradal við Vopnafjörð. Gönguleiðin er gömul póstleið sem oft var farin við erfiðar aðstæður.

Ekið til Vopnafjarðar yfir Hellisheiði. Skammt frá brúnni yfir Dalsá er ekið eftir 4WD afleggjara að eyðibýlinu Böðvarsdal og lagt við gamla fjárrétt skammt frá eyðibýlinu.

Fararstjóri: Katrín Reynisdóttir

Brottför kl 9:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem  sameinast er í bíla.

Verð: kr. 1000 sem greiðast til umsjónarmanns ferðar á staðnum (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.

Fólk er beðið um að skrá sig í gönguna á heimasíðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • Last updated on .
  • Hits: 165