Skip to main content

Ævintýraferðir fjölskyldunnar fara á Víknaslóðir er uppseld.

  • Upphaf ferðar: 2024-06-29

 

Ævintýraferðir fjölskyldunnar fara á Víknaslóðir 29. júní til 2. júlí. er Uppseld
29. júní Keyrt að upphafsstað göngu sem er við brúna yfir Þverá inn í Borgarfirði.
Gengið upp Kækjudal og yfir Kækjuskörð. Í Kækjudal má sjá stórbrotið landslag með allskonar myndum í tröllslegum steinum.
Lengd 15 km. og hækkun 780 metrar.
30. júní Gengið út Loðmundarfjörð, upp Hryggjabrekku og út á Grjótbrún, niður Nesháls í Húsavíkurská-la.
Á leið okkar í Loðmundarfirði munum við sjá gamlar rústir bæja og undurfagra náttúru.
Lengd 14 km. og hækkun 458 metrar.
1. júlí Gengið frá Húsavíkurskála yfir í Breiðuvíkuskála
Farin verður falleg leið inn Gunnhildardal yfir Herjólfsvíkurvarp. Áður en farið er yfir Varpið þá heilsum við upp á Halldórustein og kíkjum á tröllinn í Mosdal, komum niður á fjöru við Litluvík í Breiðuvík.
Lengd 14 km. og hækkun 678 metrar
2. júlí Gengið frá Breiðuvík til Borgarfjarðar í gegnum hina undirfögru Brúnuvík. Þegar komið er til
Borgarfjarðar endum við í heimsókn hjá lundunum.
Lengd 15 km. og hækkanir eru tvær; Súluskarð 390 metrar og Brúnavíkurskarð 380 metrar.
Þessi ganga er fyrir alla krakka á aldrinum 6 til 16 ára.
Verð: 45.000,- fyrir foreldra, frítt fyrir börn. Innifalið: Skálagisting, trúss, kjötsúpa síðasta kvöldið og fararstjórn.
Skráning í ferð er á heimasíðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Fararstjórar: Þórdís Kristvinsdóttir og Hildur Bergsdóttir

  • Last updated on .
  • Hits: 383