Skip to main content

Dagsferð: Þórdalsheiði

  • Upphaf ferðar: 2025-09-06

Dagsferð: Þórdalsheiði 2 skór
6. september (sunnudagur til vara)
Fararstjórn: Jarþrúður Ólafsdóttir
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
Gangan hefst við Áreyjar í Reyðarfirði og gengið sem leið liggur um jeppaveg yfir heiðina að Arnhólsstöðum í Skriðdal. Hækkun um 500m og rúmlega 9 km löng ganga. Mikil litadýrð er í fjöllum.
Kr. 1000

  • Last updated on .
  • Hits: 12

Dagsferð: Tindfell í Borgarfirði eystri

  • Upphaf ferðar: 2025-08-30

Dagsferð: Tindfell í Borgarfirði eystri (879m)
30. ágúst laugardagur (sunnudagur til vara)
Fararstjórn: Bryndís Skúladóttir
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
Tindfellið er í raun innsti hluti Dyrfjallaklasans ef grannt er skoðað. Útsýnið þaðan er magnað og jarðfræðin stórbrotin.
Gengið er um Dimmadal til uppgöngu, sem er fremur létt á fót og hægt að fara aðra leið til baka að hluta, þ.e. eftir Byrgisfjalli.
Gangan er alls um 16 km. en frekar létt miðað við svo hátt fjall.
Kr. 3000"

  • Last updated on .
  • Hits: 16

Dagsferð: Blágil í Breiðdal í samvinnu við Ferðafélag Fjarðamanna

  • Upphaf ferðar: 2025-08-16

Dagsferð: Blágil í Breiðdal í samvinnu við Ferðafélag Fjarðamanna 2 skór.
16. ágúst
Fararstjórn: Katrín Reynisdóttir
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
Blágil er falin perla í suðurhluta Breiðdals á Austurlandi, í fornu tignarlegu eldfjalli. Þar hefur mikill hiti umbreytt berginu svo mikið að basaltið og andestítið er orðið fölgrænt og því erfitt að greina þau frá líparítinu.
Gengið um svæðið og Blágilsgljúfur skoðað.
9 km og u.þ.b. 400m. hækkun.

  • Last updated on .
  • Hits: 12

Dagsferð á heiðarbýlin, þessi klassíska

  • Upphaf ferðar: 2025-08-02

Heiðarendi

Dagsferð á heiðarbýlin, þessi klassíska, 2 skór
2. ágúst. (3 ágúst til vara. Brottför kl. 9:00.
Gengið að tíu heiðarbýlum. Ekið á bílum á milli og gengið að hverju býli. Gangan í hvert skipti er ekki löng og því er þetta tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Gott tækifæri til að fylla stimpilkort og taka þátt í skemmtilegum gönguleik ferðafélagsins. Hjá hverju býli er staukur sem inniheldur upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur tengdar því ásamt gestabók og stimpli fyrir stimpilkortin. Býlin sem verða heimsótt í þessari ferð eru í innheiðimmi.
Fararstjórn: Þorvaldur Hjarðar.
Verð: 8.000/7.000. Innifalið: Kvöldmatur , stimpilkort og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum á heima-síðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • Last updated on .
  • Hits: 12

Dagsferð: Þerribjörg

  • Upphaf ferðar: 2025-08-09

Dagsferð: Þerribjörg
9. ágúst laugardagur (sunnudagur til vara) 3 skór
Fararstjórn: Jón Steinar Benjamínsson
Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs kl. 09:00. Ekið út Jökulsarhlíð upp á brún Hellisheiðar og þaðan á slóð út í Kattárdal. Gengið þaðan upp á brún og niður í Múlahöfn, yfir Múlatanga að Langasandi.Lengd 8-9 km, hækkun u.þ.b. 700m.Verð kr. 1000               terrib

  • Last updated on .
  • Hits: 12