Dagsferð: Tindfell í Borgarfirði eystri
- Upphaf ferðar: 2025-08-30
Dagsferð: Tindfell í Borgarfirði eystri (879m)
30. ágúst laugardagur (sunnudagur til vara)
Fararstjórn: Bryndís Skúladóttir
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
Tindfellið er í raun innsti hluti Dyrfjallaklasans ef grannt er skoðað. Útsýnið þaðan er magnað og jarðfræðin stórbrotin.
Gengið er um Dimmadal til uppgöngu, sem er fremur létt á fót og hægt að fara aðra leið til baka að hluta, þ.e. eftir Byrgisfjalli.
Gangan er alls um 16 km. en frekar létt miðað við svo hátt fjall.
Kr. 3000"
- Last updated on .
- Hits: 7