Skip to main content

Sólstöðuganga

  • Upphaf ferðar: 2025-06-20

Dagsferð, Sólstöðuganga 20. júní, 2 skór.
Stapavík
Létt ganga, um 10 km. fram og til baka. Hækkun er um 100 metrar.
Gengið frá bílastæði rétt neðan við heimkeyrsluna að Unaósi, út með Selfljóti.
Skammt frá ósum Selfljóts stendur Stapavík. Milli 1930-1945 var þar uppskipunarhöfn og er staðurinn
nátengdur verslunarsögu Borgarfjarðar eystri og Héraðs. Víkin sjálf er gríðarlega falleg og útsýni til norðurs er stórfenglegt á góðum degi.
Fararstjóri: Jarþrúður Ólafsdóttir.
Brottför kl. 20.00 frá húsi Ferðafélagsins, Tjarnarási 8 Egilsstöðum.
Verð: kr. 1000 sem greiðist til umsjónarmanns ferðar (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.
Skráning í ferð á netfang FFF
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • Last updated on .
  • Hits: 1986