Skip to main content

Fardagafoss

Oftast er gengið frá skilti við bílastæði sem er neðarlega í Fjarðarheiðinni. Gengið er upp með ánni, og má þar sjá Gufufoss. Gengið áfram upp með gljúfurbarminum norðan megin. Þegar komið er að fossinum er hægt að fara ofan í gilið (keðja þar til að styðja sig við). Gaman er að fara bak við fossinn. Hólkur með gestabók og stimpli blasir við þegar fólk nálgast fossinn.
Vilji fólk lengja gönguna er upplagt að ganga frá Egilsstöðum, ganga yfir gömlu Eyvindarárbrúna og fara svo inn á gamla veginn rétt utan við afleggjarann að Miðhúsum.

  • Vegalengd og hækkun: 2 km. og 148 m. hækkun
    GPS hnit: (N65°16.06-W14°19.96)

Perla

  • Last updated on .
  • Hits: 2863