Sunnudagsgöngur
Sunnudagsganga: Langavatn í Fellum og nágrenni
Sunnudagsganga: Langavatn í Fellum og nágrenni 1 skór
19. janúar
Fararstjórn: Jón Steinar Benjamínsson
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8. Gengið frá sumarbústað við Langavatn. Leið og vegalengd fer eftir veðri.
Bót – Rangá
Sunnudagsganga: Bót – Rangá 1 skór
2. febrúar
Fararstjórn: Sigurjón Bjarnason / Jón Steinar Benjamínsson
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8. Gangan hefst hjá Bót í Hróarstungu og gengið niður með Rangá að Rangárbrú neðri.
Vegalengd u.þ.b. 4 km með lækkun.
Héraðssandur
Sunnudagsganga: Héraðssandur 1 skór 16. febrúar
Fararstjórn: Stefán Kristmannsson
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
Gengið út frá brúnni yfir Selfljót (innan við Unaós) út á sand. U.þ.b. 8 km á sléttlendi
Eiðavatn – Gröf Gönguskíðaferð
Sunnudagsganga: Eiðavatn – Gröf Gönguskíðaferð 1 skór 2. mars
Fararstjórn: Stefán Kristmannsson
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
Keyrt út Eiðaveg niður að BSRB bústöðunum við Eiðavatn. Gengið sem leið liggur út að Gröf og til baka. Gangan er stutt með lítið sem engri hækkun.
Tunghagi og nágrenni
Sunnudagsganga: Tunghagi og nágrenni 1 skór 16. mars
Fararstjórn: Elís Eiríksson
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
Ganga hefst frá bílastæði við Gilsá á Völlum ofan Grófargerðis. Gengið niður með Gilsá niður að mótum Gilsár og Grímsár og þaðan út með Grímsá. Kíkt á tröllabörnin 11, tröllskessuna Beru, tröllkallinn Grím, kletthúsið Tunghaga, gamla bæjarstæðið í Tunghaga. Endað í Ásgarði. Vegalengd 4 km og lækkun 200m
Hjartastaðir
Sunnudagsganga: Hjartastaðir – Hreimsstaðir 1 skór 6. apríl
Fararstjórn: Stefán Kristmannsson
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
Ekið í Hjartastaði og gengið þaðan yfir brúna á Núpsá og í Hreimsstaði
Sigfúsarlundur páskaganga
Sunnudagsganga: Sigfúsarlundur páskaganga 1 skór
20. apríl
Fararstjór: Sigurjón Bjarnason
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
Auðveld ganga að vali fararstjóra.
Tröllkonustígur.
Sunnudagsganga: Tröllkonustígur 2 skór 4. maí
Fararstjórn: Jarþrúður Ólafsdóttir
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8. Gönguleið á milli Skriðuklausturs og Végarðs í Fljótsdals. Göngubyrjun er við tjaldstæðið við Végarð við suðurenda Tröllkonustígs. Þjóðsagan segir að gatan í fjallinu sé tilkomin vegna ferðalaga tröllskessu forðum daga. Gengið er upp greinilegan berggang sem skásker hlíðina á Valþjófsstaðfjalli í suðri, upp fjallið í norður. Gengið er upp í um 300m hæð þaðan er stefnan tekin út gamla slóð á Lynghjalla sem er gróinn klettahjalli í áttina að Bessastaðaárgili. Þegar komið er út undir gilið er gengið að þremur vörðum á klettahjalla fyrir neðan og rafmagnsgirðingu fylgt niður að skógargirðingu ofan við Skriðuklaustur.
Dagsferðir
Sólstöðuganga
Dagsferð, Sólstöðuganga 20. júní, 2 skór.
Stapavík
Létt ganga, um 10 km. fram og til baka. Hækkun er um 100 metrar.
Gengið frá bílastæði rétt neðan við heimkeyrsluna að Unaósi, út með Selfljóti.
Skammt frá ósum Selfljóts stendur Stapavík. Milli 1930-1945 var þar uppskipunarhöfn og er staðurinn
nátengdur verslunarsögu Borgarfjarðar eystri og Héraðs. Víkin sjálf er gríðarlega falleg og útsýni til norðurs er stórfenglegt á góðum degi.
Fararstjóri: Jarþrúður Ólafsdóttir.
Brottför kl. 20.00 frá húsi Ferðafélagsins, Tjarnarási 8 Egilsstöðum.
Verð: kr. 1000 sem greiðist til umsjónarmanns ferðar (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.
Skráning í ferð á netfang FFF
Viðvíkurbjarg við Bakkafjörð - Dagsferð 7 júní
Dagsferð 7. júní.
Viðvíkurbjarg við Bakkafjörð, 3 skór.
Fuglaskoðun ofl. Ekið að Steintúni við Bakkafjörð. Gengið að Digranesvita og þaðan eftir bjargbrúninni í átt að Viðvík. Hækkun: Tæpir 200 m.
Fararstjóri: Sigurjón Bjarnson
Brottför kl. 09.00 frá húsi Ferðafélagsins Tjarnarási 8 Egilsstöðum.
Verð: kr. 1000 sem greiðist til umsjónarmanns ferðar (enginn posi) auk þátttöku í bensínkostnaði.
Skráning í ferð á netfang FFF
Dagsferð: Böðvarshaugur
Dagsferð: Böðvarshaugur
28. júní laugardagur (sunnudagur til vara)
Fararstjórn: Sigurjón Bjarnason
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
Gengið af Hellisheiðarvegi í Böðvarsdal til suðurs austan árinnar að Böðvarshaug Vegalengd: 8 km. hækkun 100m.
Kr. 1000
Dagsferð: Hvannárgil 3 skór
Dagsferð: Hvannárgil 3 skór
12. Júlí laugardagur (sunnudagur til vara)
Fararstjórn: Þorvaldur P. Hjarðar
Brottför kl. 09:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
U.þ.b. 16 km. ganga (ca 4 klst) með 130m hækkun.
Kr. 1000
Dagsferð: Einstakafjall í samvinnu við Ferðafélag Fjarðamanna. 2 skór
Dagsferð: Einstakafjall í samvinnu við Ferðafélag Fjarðamanna. 2 skór
19. júlí laugardagur (sunnudagur til vara)
Fararstjórn: Stefán Kristmannsson
Brottför kl. 09:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8.
Ekið að Dys milli Vöðlavíkur og Viðfjarðar og gengið þaðan á Einstakafjall.
U.þ.b. 10 km. og 400m hækkun.
Kr. 1000
Dagsferð: Þjóðfell
Dagsferð: Þjóðfell
26. júlí laugardagur (sunnudagur til vara)
Fararstjórn: Sigurjón Bjarnason
Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8 á Egilsstöðum kl. 09:00. Gengið af hringvegi á Langadal vestan Vopnafjarðarvegamóta beint á Þjóðfell.
Hæð y.s. 1.014. Hækkun ca 500m.
Verð kr. 1000
Dagsferð: Þerribjörg
Dagsferð: Þerribjörg
9. ágúst laugardagur (sunnudagur til vara) 3 skór
Fararstjórn: Jón Steinar Benjamínsson
Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs kl. 09:00. Ekið út Jökulsarhlíð upp á brún Hellisheiðar og þaðan á slóð út í Kattárdal. Gengið þaðan upp á brún og niður í Múlahöfn, yfir Múlatanga að Langasandi.Lengd 8-9 km, hækkun u.þ.b. 700m.Verð kr. 1000
Dagsferð á heiðarbýlin, þessi klassíska
Dagsferð á heiðarbýlin, þessi klassíska, 2 skór
2. ágúst. (3 ágúst til vara. Brottför kl. 9:00.
Gengið að tíu heiðarbýlum. Ekið á bílum á milli og gengið að hverju býli. Gangan í hvert skipti er ekki löng og því er þetta tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Gott tækifæri til að fylla stimpilkort og taka þátt í skemmtilegum gönguleik ferðafélagsins. Hjá hverju býli er staukur sem inniheldur upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur tengdar því ásamt gestabók og stimpli fyrir stimpilkortin. Býlin sem verða heimsótt í þessari ferð eru í innheiðimmi.
Fararstjórn: Þorvaldur Hjarðar.
Verð: 8.000/7.000. Innifalið: Kvöldmatur , stimpilkort og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum á heima-síðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á
Lengri ferðir
Jeppaferð FFF á Haugsöræfi og Smjörvatnsheiði
Jeppaferð FFF á Haugsöræfi og Smjörvatnsheiði
Laugardaginn 13 september 2025
Farið frá Tjarnarási 8 Egilsstöðum, hús Ferðafélagsins, sameinast í bíla og ekið norður fjöll stoppað við Sveigshelli, litið inn og næsta stopp er, Beitarhús við Möðrudalsvegamót síðan að Biskupshálsplani.
Farið austur á Haugsöræfi, ritsímanum fylgt, kaffistopp í Vestari Brekku, þaðan að Haugsnibbu og gengið á fjallið að þríhyrningsmælingarsteini og þar til baka og niður Austari-Brekku, niður á Urðir. Áfram í Almenninga og heiðarbýlin Selsárvellir og Fossvellir skoðuð og haldið í skálann á Aðalbóli.
Þar verður grillað og gist, öll grunnaðstaða til staðar
Morguninn eftir er farið að Mælifelli og síðan niður Selárdal til Vopnafjarðar stoppað í söluskála áður er lagt verður á Smjörvatnsheiði, komið við í gamla símahúsi og tekin nestishlé og útsýni skoðað, farið niður að Bugsseli og þaðan að Gvendarbrunninum á Bug og niður Laxárdal að Fossvöllum í Hlíð.
Hvað þarf meðferðis: útivistarföt, nesti fyrir ferð og viðlegubúnað til gistingar í Skálanum á Aðalbóli
Verð: 13.000.- per þátttakanda
Skráning í ferð er á netfang FFF
Víknaslóðir – Um eyðivíkur, firði og fjallaskörð, 3 skór 18. júlí – 21. júlí
Víknaslóðir – Um eyðivíkur, firði og fjallaskörð, 3 skór 18. júlí – 21. júlí Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir.
Víknaslóðir er göngusvæði sem engan svíkur. Þar blandast saman fallegir firðir, víkur og stórfengleg fjalla-sýn hvert sem litið er. Í þessari ferð má segja að göngufólk tipli yfir það helsta sem svæðið hefur upp á að bjóða en mælt er þó með því að koma aftur og skoða ýmsa ómissandi „útúrdúra“ sem verða óhjákvæmilega eftir.
1.d. Kl.10:00 Ekið frá félagsheimilinu Fjarðarborg að upphafsstað göngu. Gengið er upp Kækjudal yfir Kjækjuskörð, komið niður á fitjar í Hraundal, og gengið úr Hraundal inn í Klyppstað. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins að Klyppstað í Loðmundarfirði. Dagleið er 16,5 km
2.d. Gengið frá Loðmundarfirði yfir í Húsavík. Gengið verður frá skála að strönd og þaðan haldið að höfn. Frá höfninni er gengið að Stokkhamar og þaðan upp undir Rjómatindsbrík, undir Goðaborg, niður í Skollabotna, upp á Neshálsinn og niður í Húsavík. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins í Húsavík. Dagleið er 15 km
3.d. Gengið frá Húsavík í Breiðuvík. Hér er ýmist farið um Húsavíkurheiði og niður Víknaheiði til Breiðuvíkur en ef vel viðrar, er farið inn Gunnhildardal yfir Herjólfsvíkurvarp, niður Mosdal, gengið í rótum Leirfjalls, yfir Dalsvarp og niður Litluvíkurdal að fjöru í Breiðuvík. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins í Breiðuvík. Dagleið er 14,5 km
4.d. Gengið frá Breiðuvík yfir Súluskarð niður í Brúnuvík, farið er yfir Brúnuvíkurskarð yfir á Borgarfjörð og gengið niður að höfn þar sem ganga endar. Dagleið 16 km.
Ef breyta þarf leið eftir veðri og skyggni þá mun fararstjóri gera það. Ýmsar leiðir eru í boði á Víknaslóðum
Verð: 65.500/58.500. Innifalið: Skálagisting, trúss og fararstjórn. Skráning í ferð er á heimasíðu ferðafélagsins eða með tölvupósti á
Sunnudagsgöngur
Dagsferðir
- Dagsferð: Þórdalsheiði
- Dagsferð á heiðarbýlin, þessi klassíska
- Dagsferð: Blágil í Breiðdal í samvinnu við Ferðafélag Fjarðamanna
- Dagsferð: Böðvarshaugur
- Dagsferð: Einstakafjall í samvinnu við Ferðafélag Fjarðamanna. 2 skór
- Dagsferð: Hvannárgil 3 skór
- Dagsferð: Tindfell í Borgarfirði eystri
- Dagsferð: Þerribjörg
- Dagsferð: Þjóðfell
- Sólstöðuganga
- Viðvíkurbjarg við Bakkafjörð - Dagsferð 7 júní