Skip to main content

Forsíða

Landsendi

Gengið frá skilti sem er við veg nr. 917 (áður en haldið er upp á Hellisheiði) við Biskupshól (N65°42.52-W14°24.41). Þaðan er svo gengið að Keri, sem er forn verstöð og út á Landsendahorn.   Þaðan er afar fallegt útsýni yfir Móvíkur, tvær víkur, sem eru næst fyrir utan Landsenda og mynda stórar geilar inn í strandfjöllin. Ofan við þær eru um 2-300 m há björg og snarbrattar skriður, Móvíkurflug. Bergið í þeim er aðallega líparít sem skartar öllum regnbogans litum. Hólkur með gestabók og stimpli er við enda gönguleiðar.

  • Vegalengd: 5 km
  • GPS hnit: (N65° 43.352-W14°23.300)
  • Last updated on .
  • Hits: 2100