Ysti-Rjúkandi er foss við þjóðveg 1 á Jökuldal og er nýjasta perlan hjá Perlum Fljótsdalshéraðs. Mjög fjölsóttur ferðamannastaður og við veginn er bílaplan og frá því göngustígur upp að fossinum. Um það bil 35.000 - 40.000 manns skoða fossinn árlega.
Hæð Ysta-Rjúkanda var mæld í sunnudagsgöngu þann 27 júlí 2013 og reyndist hann vera 139 metrar af fossbrún niður í hylinn undir fossinum og er hann því hæsti foss á Austurlandi. Stikuð gönguleið er upp með fossinum hægra megin upp á brún og þar er staukur með gestabók.
- Vegalengd:
- GPS hnit: N65°20.100'-W15°04.887