Skip to main content

Stuttidalur

Gengið frá skilti sem er við gönguhlið rétt við þjóðveg 95 utan við Haugaána. Farið í gegnum gönguhlið og síðan gengið upp með girðingu, um 600 m. Haldið áfram eftir stikaðri gönguleið. Stuttidalur liggur í austur á milli Hallbjarnarstaðatinds og Haugafjalls. Hólkur með gestabók og stimpli er við tjörnina skammt innan við Sjónarhraunið.

Upplagt að fara yfir ána og ganga um Haugahólana til baka niður að þjóðvegi.  Haugahólar eru geysimikið berghlaup, eitt hið stærsta á Íslandi, sem fallið hefur úr Haugafjalli milli Stuttadals og Vatnsdals.

  • Vegalengd og hækkun: 4 km. og 100 m. hækkun
  • GPS hnit: (N64°59.173-W14°35.217)
  • Last updated on .
  • Hits: 2766