Skip to main content

Stapavík

Gengið frá skilti á bílastæði rétt fyrir ofan heimkeyrsluna að Unaósi, út með Selfljóti. Leiðin er stikuð. Gengið fram hjá Eiðaveri, en þaðan lét Margrét ríka á Eiðum róa til fiskjar um miðja 15.öld. Þar eru líka fornar beitarhúsatættur. Upplagt að koma við á Krosshöfða þar sem var löggilt verslunarhöfn frá 1902.

Hólkurinn með gestabók og stimpli er við gamla spilið í Stapavík.
Í víkinni var vörum skipað upp fram á fjórða áratug síðustu aldar. Gömul þjóðleið er frá Krosshöfða yfir Gönguskarð til Njarðvíkur.

  • Vegalengd: 10 km.
  • GPS hnit: (N65°36.17-W13°57.97)

Unaós er ysta jörð í Hjaltastaðaþinghá, kennd við Una danska Garðarson er fyrstur nam land sunnan Lagarfljóts allt að Unalæk. Hann ætlaði að leggja landið undir sig og Harald Hárfagra og gerast Konungsjarl en er menn komust að því neituðu þeir að selja honum kvikfé eða vistir.

Í Hrafnabjargarlandi er Ferjuklettur og eru munnmæli um skipalægi. Út með fljóti, skammt innan við Krosshöfða er Eiðaver, þar voru beitarhús allt til 1913. Talið að Margrét ríka, hafi byggt þau á 16 öld.

1920 var löggilt verslunarhöfn við Krosshöfða, þar var nánast hafnlaust en lendandi allstórum bátum í góðu veðri. Lendingin í höfðann varð ófær um 3ja tug aldarinnar og þá var farið að skipa upp í Stapavík. Bóndinn á Unaósi lést þar við uppskipun 1933. Hætt var að skipa upp í Stapavík 1939. Þangað til 1945 var landað við Höfðann þegar færi gafst eða farið á bátum inn fljótið að Heyskálabrú.

Framtíðin á Seyðisfirði stofnaði útbú og reisti verslunarhús 1904. Jón Scheving verslunarstjóri hafði þar fasta búsetu. Verslunarhúsið brann 1911. Hinar Sameinuðu Íslensku Verslanir tóku við eigum Framtíðarinnar og ráku verslun til 1927 en þá varð fyrirtækið gjaldþrota.

Kaupfélag Borgarfjarðar hóf vöruflutninga í Höfðann 1920. Guðni í Gagnstöð afgreiddi fyrir bæði fyrirtækin. Bændur skiptu við Kaupfélag Borgarfjarðar 1920 -1946, fóru með fé um Gönguskarð og fengu vörur sjóleiðis.

Aðalverslunarleiðin var um Gönguskarð þangað til byrjað var að leggja bílveg um Vatnsskarð um 1950 en því lauk 1955.

  • Last updated on .
  • Hits: 2465