Ekið frá Kárahnjúkastíflu eftir góðri jeppaslóð að norðan út Lambafell að krossgötum við Laugavelli. Farið er niður að bílaplani við Dimmugljúfur. Þar er upplýsingaskilti og upphaf merktrar gönguleiðar sem liggur í Hafrahvamma og Magnahelli. Hólkurinn með gestabók og stimpli er í hellinum.
Það var siður Brúarbænda að fornu af hafa sauðfé sitt í hvömmum nokkrum við Jökulsá á vetrum, í helli þeim, sem þar er og er kallaður Magnahellir. Tekur hann nafn af Magna bónda sem fyrrum bjó á Brú og fann fyrstur upp á að hafa þar sauðfé á vetrum um tíma.
- Vegalengd: 1,5 km
- GPS hnit: (N64°99.252-W15°71.683)