Ævintýraferð Fjölskyldunnar í Egilsseli uppseld
- Upphaf ferðar: 2025-08-08
Ævintýraferð Fjölskyldunnar í Egilsseli á Lónsöræfum 8. ágúst til 11. ágúst
4 göngudagar. Verð 45.000 kr fullorðnir 10.000 kr börn (innifalið; gisting, leiðsögn og sameiginlegir kvöldverðir).
Þessi ferð er hugsuð fyrir fjölskyldur með duglega og ævintýragjarna krakka á aldrinum 7 til 17 ára.
Dagur 1. Keyrt á einkabílum upp að Sauðárvatni. Þaðan er gengið eftir fallegri gamalli varðaðri leið að Kollumúlavatni þar sem skálinn Egilssel er staðsettur og hann verður náttstaður okkar í þrjár nætur. 17,5 km göngudagur og 500 metra heildarhækkun.
Sameiginlegur kvöldmatur á leiðarenda.
Dagur 2. Eftir góðan nætursvefn, fjölskyldujóga og morgunmat er nágrenni Egilssels skoðað. Kíkt á fossa og fegurðar notið. Brugðið á leik og glaðst saman í góðum hópi, dýfum okkur jafnvel í heiðarvatnið ef veðrið er gott. 10 km göngudagur.
Sameiginlegur kvöldmatur, kvöldvaka og gleði.
Dagur 3. Eftir morgunrútinu, hafragraut og fjölskyldujóga, förum við og skoðum tröllin og öll þeirra mögnuðu náttúrulistaverk í Tröllakrókum. 10 km göngudagur.
Sameiginlegur kvöldmatur, kvöldlestur og kósý.
Dagur 4. Gengið frá í skála, Egilssel og heiðakyrrðin kvödd og gengið til baka í Sauðárvatn, að hluta til sömu leið og fyrsta dag. 17,5 km göngudagur.
Fararstjórn Þórdís Kristvinsdóttir og Hildur Bergsdóttir.
Þær stöllur eiga ýmis verkfæri í bakpokunum sem verða nýtt í ferðinni, báðar eru þær menntaðar fjallaleiðsögukonur og hafa starfað lengi saman við útivistarþjálfun og ævintýragöngur.
Þórdís er að auki skátaforingi með meiru og Hildur menntaður félagsráðgjafi með áherslu á náttúrumeðferð og reynslunám, og er auk þess landvörður og jógakennari.
- Last updated on .
- Hits: 80