Lengri ferðir

Nærandi samvera í faðmi fjallanna

2.-4. september 2022.

 • Fararstjórar: Þórdís Kristvinsdóttir fjallaleiðsögumaður og lífstkúnstner og Hildur Bergsdóttir fjallaleiðsögumaður og náttúrutherapisti.
 • Sameinast í bíla við skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs kl 16 og ekið í Húsavíkurskála síðdegis á föstudag og hópurinn kemur sér fyrir.
 • Sameiginlegur kvöldverður. Varðeldur, slökun og hugleiðsla um kvöldið.
 • Laugardagur
  • 8:30 Deginum tekið fagnandi með morgunjóga
  • 9:00 Morgunmatur
  • 10:00 Gengið í Húsavíkurkirkju, kyrrðarstund og skapandi gleði í Húsavíkurfjöru. Ígrundunarganga heimleiðis.
  • Komið í skála í síðdegis, eldlummur.
  • Frjáls stund fram að kvöldmat
  • Kvöldverður
  • 21:00 Þakklætisstund, kakóa og eldur.
 • Sunnudagur
  • 9:30 Jóga
  • 10:00 Frágangur
  • Frjálst eða létt ganga inn með á/Nesháls eða þeir sem vilja ganga áleiðis að Náttmála
  • 12:00 Brottför frá skála ekið upp í Húsavíkurheiði að Náttmálafjalli
  • Nesti og rölt upp fjallið. Sigur og þakklætisstund á toppnum.
  • Keyrt til Borgarfjarðar og heilað uppá álfana í álfaborginni og kveðjustund.
  • 16:00 Haldið heim á leið.
 • Verð: 41.000/38.000 kr
 • (innifalið: Skálagisting, morgun- og kvöldmatur og fararstjórn)
 • Last updated on .
 • Hits: 111

Víknaslóðir: Húsavík og nágrenni

6-7. ágúst 2022

 • Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir, fjallaleiðsögumaður. Lágmark 10 manns.
  • 1.d. Mæting hjá félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 9:00 og ekið að Krossmelum þar sem bílar verða skildir eftir. Gengið yfir Húsavíkurheiði út í Húsavík gengið verður um Neðrisléttur, kíkjum í fjöruna skoðum hvar var búið í Húsavík gengi inn að Húsarvíkurskála meðfram Víkur á Húsavík fór í eyði 1974 . Matur og samverustund um kvöldið.
  • 2.d. Gengið af stað kl. 9:00 inn Gunnhildardal  . Dagurinn verður skipulagður eftir veðri og vindum og mögulega verður farið upp á Hvítserk ef ekki hann þá Náttmálafjall sem er ekki síðra útsýnisfjall . Síðan verður gengið í bíla og er heimferð áætluð um 16:00.
 • Verð: 30.500/28.000.
 • Innifalið: Skálagisting, trúss, fararstjórn og kvöldverður.

Bóka hér.

 • Last updated on .
 • Hits: 168

Víknaslóðir – Um eyðivíkur, firði og fjallaskörð

27. júlí - 30. júlí 2022 1skor1skor1skor

 • Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. Lágmark 10 manns.
 • Víknaslóðir er göngusvæði sem engan svíkur. Þar blandast saman fallegir firðir, víkur og stórfengleg fjallasýn hvert sem litið er. Í þessari ferð má segja að göngufólk tipli yfir það helsta sem svæðið hefur upp á að bjóða en mælt er þó með því að koma aftur og skoða ýmsa ómissandi „útúrdúra“ sem verða óhjákvæmilega eftir.
  • 1.d. Ekið kl. 10:00 frá félagsheimilinu Fjarðarborg að upphafsstað göngu. Gengið frá Borgarfirði til Breiðuvíkur í gegnum Brúnavík. Gist ein nótt í skála ferðafélagsins í Breiðuvík.
  • 2.d. Gengið frá Breiðuvík í Húsavík. Hér er ýmist farið um Víknaheiði til Húsavíkur en ef vel viðrar er farið inn Litluvíkurdal, gengið í rótum Leirfjalls og þaðan yfir Herjólfsvíkurvarp til Húsavíkur. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins í Húsavík.
  • 3.d. Gengið frá Húsavík, upp Neshálsinn og þaðan niður í Loðmundarfjörð. Ýmsar leiðir í boði, val fararstjóra fer eftir veðri og skyggni. Gist ein nótt í skála ferðafélagsins að Klyppstað.
  • 4.d. Gengið frá Loðmundarfirði og uppá Fitjar. Þaðan er farið um Kækjuskörð og Kækjudal til Borgarfjarðar.
 • Verð: 59.500/56.500.
 • Innifalið: Skálagisting, trúss og fararstjórn.

Bóka hér.

 • Last updated on .
 • Hits: 171

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Tjarnarási 8 - 700 Egilsstaðir - (Pósthólf 154) - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - sími: 863 5813