Skip to main content

Ævintýraferðir fjölskyldunnar

myndin.jpg

Ævintýraferðir fjölskyldunnar byggjast á útiveru og samveru í austfirskri náttúru sem sérstaklega eru miðaðar að börnum og foreldrum þeirra. Ferðirnar eru byggðar upp á þremur áhersluþáttum; jákvæðri upplifun, fræðslu og fjölskyldusamveru. Þessir þrír áhersluþættir sameinast í því að styrkja fjölskylduböndin, byggja upp tengsl milli barna og náttúru auk þess að gera barnið sjálft að sterkari einstaklingi sem getur leitað til náttúrunnar til að efla trú á eigin getu og auka vellíðan.

Ferðirnar eru byggðar upp sem sex smærri og styttri ferðir auk einnar lengri ferðar þar sem er gist og er ferðatímabilið apríl til október.

Ferðirnar hafa verið niðurgreiddar af ýmsum styrktaraðilum til að hægt sé að bjóða börnunum ferðirnar að kostnaðarlausu. Kostnaðarverð er þó tekið í gistiferðunum af foreldrum eða þeim sem fylgja börnunum. Styrktaraðilar hafa verið Múlaþing, Lífheimur, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið og Lýðheilsusjóður.

 

 

  • Last updated on .
  • Hits: 1067