Um félagið

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs var stofnað árið 1969 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári gönguferðir á mismunandi erfiðleikastigi og birtist áætlun yfir þær í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands og hér á heimasíðunni. Eins stendur ferðafélagið fyrir gönguferðum annan hvern sunnudag allan ársins hring. 

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur sex gönguskála. Þrír þeirra eru á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri; Í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði. Tveir eru við gönguleiðina á Lónsöræfum; Geldingafell og Egilssel við Kollumúlavatn og einnig á Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ásamt Ferðafélagi Húsavíkur, Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs er með ýmis önnur verkefni í gangi, til að mynda gönguleikina Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.

Stjórn félagsins 2020 - 2021 skipa:

Ferðanefnd 2020 - 2021:
Þorvaldur P. Hjarðar, formaður                               Stefán Kristmannsson
Sólveig Anna Jóhannsdóttir, ritari Sigurjón Bjarnason
Málfríður Ólafsdóttir, gjaldkeri Sandra María Ásgeirsdóttir
Þórir Gíslason, meðstjórnandi Katrín Reynisdóttir
Árni Elísson, meðstjórnandi Jón Steinar Benjamínsson
Sighvatur Daníel Sighvatz, varamaður  
Gunnar Sverrisson, varamaður   
 Guðmundur Hólm Guðmundsson, varamaður  

 

Starfsmenn Ferðafélags Fljótsdalshéraðs eru:

 

Þórhallur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri

 

Þórdís Kristvinsdóttir - Leiðsögumaður og starfsmaður á skrifstofu.

Helstu verkefni: Utanumhald og bókanir í ferðir, bókanir í skála, uppfærsla á heimasíðu og samfélagsmiðlum og önnur markaðsmál. Leiðsögumaður á Víknaslóðum og Lónsöræfum fyrir ferðafélagið.

_________________________________________________

Skrifstofa ferðafélagsins er opin sem hér segir:

Alla virka daga milli 9:00 og 12:30. Lokað er um helgar.


 

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Tjarnarási 8, 700 Egilsstöðum. Kt. 6111180-0129. VSK-númer: 46214. Sími: 863-5813 / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Við erum á Facebook