Húsey

Gengið er um sléttuna utan við Húseyjarbæinn út við Héraðsflóa. huseyHægt er að velja um 6 km (ca 2 klst) eða 14 km hringleið. Mikið fuglalíf og selalátur. Gengið frá skilti sem er innan við hliðið hjá Húsey. Gengið í átt að Jökulsá og síðan gengnir bakkar allt þar til komið er að hólknum þar sem er gestabók og stimpill. Hólkurinn er við borð nálægt sjónum ca 3 km utan við bæinn. Síðan er haldið áfram og stefnt á Húseyjarbæinn. Loks er vegurinn genginn og hringnum lokað.

Vegalengd: 6 km

GPS hnit:  (N65°38.775-W14°14.670)

Meira um Húsey

Við erum á Facebook