Snæfell

Hæsta fjall Íslands utan jökla, 1833 m.snaefell Gengið frá skilti sem er við bílastæði um 1,5 km innan við Snæfellsskála. Löng og meðalerfið en nokkuð greið leið. Gönguleiðin er stikuð og er fær öllu vönu göngufólki. Fjallið er hæsti hluti lítillar megineldstöðvar.
Hólkurinn með gestabók og stimpli er á toppi fjallsins. Ef hann er á kafi í snjó er stimpill í Snæfellsskála.

 

Vegalengd og hækkun: 14 km. og 1030 m. hækkun

GPS hnit: (N64°47.846-W15°33.631)

 

Meira um Snæfell

Við erum á Facebook