Hengifoss

Einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna sem heimsækja Austurand, er Hengifoss í Fljótsdal. Góð gönguleið er upp að fossinum sem vel er hugsað um af starfsfólki Vatnajökulsþjóðgarðs en Snæfellsstofa, gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs er um fjóra kílómetra innar í dalnum. Hengifoss er annar hæsti foss landsins, um 128 metra hár og rennur í Hengifossá. Um miðja leið upp, sést í gilinu hæsta stuðlaberg landsins en það er við Litlanesfoss. Perluhólkur með gestabók og stimpli fyrir perluleikinn er á grasflöt nokkru áður en stígurinn endar (N65°05.422-W14°53.200). 

Vegalengd og hækkun: 4,5 km og 300 m. hækkun

GPS hnit: (Upphafspunktur N65°04.41-W14°52.84)

Meira um Hengifoss

Við erum á Facebook