Rauðshaugur

Rauðshaugur er áberandi brjóstlaga hóll upp af bænum Höfða og sést víða af Héraði. RauðshaugurÞjóðsaga segir hauginn vera grafhaug Rauðs bónda á Ketilsstöðum, sem nefndur er Ásrauður í fornsögum, og sést þaðan til tveggja annarra frægra hauga, Bessahaugs í Fljótsdals og Ormarshaugs í Fellum.  Sagan segir að Rauður hafi verið heygður með öll sín auðæfi og fólk hafi reynt að grafa í hauginn, en orðið frá að hverfa þar sem bærinn á Ketilsstöðum virtist standa í ljósum logum. Frábært útsýni yfir Fljótsdalshérað.  Gengið frá skilti við Fagradalsveg (N65°14,590-W14°21.156) eftir vegaslóða áleiðis inn vegahálsinn.

Vegalengd og hækkun: 8,4 km og 300 m hækkun

GPS hnit: (N65°12.77-W14°23.01)

 

Meira um Rauðshaug

Við erum á Facebook