Strútsfoss

Gengið er frá skitli rétt hjá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal, austan Kelduár. Gstrutsengið er upp með Fellsá austanvert í Villingadal. Fossinn sést ekki fyrr en komið er býsna langt inn dalinn. Þá er hægt að ganga upp með Strútsgili þar sem komið er að því. Þar uppi er hólkur með gestabók og stimpli. Ekki er hægt að komast alla leið að fossinum nema fara niður í gilið og vaða ána nokkrum sinnum sem getur verið varhugavert. Strútsfoss er á náttúruminjaskrá.

Vegalengd og hækkun: 8,5 km. og 229 m. hækkun

Kort og GPS Slóði

GPS hnit: (N64°54.194-W15°02.314)

Meira um Strútsfoss

 

Við erum á Facebook