Desjamýri

DesjamýriDesjamýri (429m) stendur á hæð utan við Arnarvatn við svokallaðan Desjamýrarlæk.  Frumbyggjar voru Eymundur Arngrímsson bóndi og meðhjálpari frá Hauksstöðum og kona hans Matthildur Sigurðardóttir frá Grímsstöðum.  Þar er gott útsýni yfir grasir grónar mýrar og inn til fjalla.  Hægt er að ganga frá stíflunni við Arnarvatn og út að Desjamýri.  Þá er betra að vera vel skóaður því ganga þarf yfir mýrar.  Einnig er hægt að ganga upp frá Hauksstöðum og inn að Desjamýri.  Það er mun erfiðari leið en býður upp á að fara upp á Þverfellið í leiðinni.  Þaðan er víðsýnt í allar áttir.  Leiðin norðan við Þverfell er hluti af þjóðleiðinni frá Möðrudal út í Vopnafjörð.  Fór í eyði 1880.

(22) GPS hnit (N65°36.796-W15°20.827)

 

...

Við erum á Facebook