Fagrakinn

FagrakinnFagrakinn var byggð 1848 að ráði Möðrudælinga sem töldu býlið í Möðrudalslandi. Landnemar voru Jón Ólafsson af Völlum á Fljótsdalshéraði og Guðríður Vigfúsdóttir ættuð úr Stöðvarfirði. Fagrakinn var nyrsta býlið í allri heiðabyggðinni. Frá Fögrukinn að Brunahvammi voru ekki nema röskir 3 km.  Vorið 1886 lagðist byggð endanlega af í Fögrukinn.  Höfuðástæða þess mun hafa verið uppblástur á Torfunni, sem bæjar- og gripahús stóðu á.  Fagrakinn er skammt frá þjóðvegi 85 sunnan við Hölkná. Við ána er bílaplan og frá því að Fögrukinn eru ca 7-800 metrar og þá farið skáhallt fram og upp frá planinu. 

(17) GPS  hnit (N65°30.03 - W15°28.80)

...

Við erum á Facebook