Háreksstaðir voru byggðir úr landi Skjöldólfsstaða í 482 m hæð og voru fyrsta býlið sem reist var í Heiðinni árið 1841. Talið er að þar hafi verið fornbýli. Háreksstaðir voru jafnan taldir eitt besta býlið í Heiðinni og fjölsetnasta, enda var graslendið þar hvað samfelldast og víðáttumest. Frumbyggjar voru Jón Sölvason, bónda á Víkingsstöðum í Skógum og Katrín Þorleifsdóttir, Þorleifssonar frá Stóru-Breiðvík í Reyðarfirði. Nokkrir af ábúendum Háreksstaða og afkomendur þeirra fluttust til Vesturheims. Búið var á Háreksstöðum samfellt til 1923 utan eins árs sem býlið var í eyði. Þar er nú leitarmannaskýli.
(13) GPS hnit (N65°24.28 - W15°25.35)
...