Ármótasel var byggt úr landi Arnórsstaða 1853 í 500 m hæð. Núverandi þjóðvegur liggur rétt við bæjarrústirnar ofarlega í Gilsárkvosinni, skammt ofan við Víðidalsá. Bærinn var kallaður Ármót í daglegu tali. Frumbyggjar voru Jón Guðlaugsson, bónda í Mjóadal í Bárðadal og víðar og Sigríður Jónsdóttir, bónda á Ljótsstöðum í Fnjóskadal. Búið var á Ármótaseli til 1943 en þó var bærinn stundum í eyði í nokkur ár. Bærinn á Ármótaseli var rifinn 1945. Hann hefur verið reisulegur á þeirra tíma mælikvarða og fjárhúsin tóku um 200 fjár.
(10) GPS hnit (N65°17.94 - W15°17.38)
...