Bærinn var byggður úr landi Eiríksstaða 1847 um 3 km suðaustur af Heiðarseli og stóð í 575 m hæð vestur af Ytri-Eiríksstaðahnefli. Nafnið bendir til þess að þar hafi verið sel fyrrum frá Eiríksstöðum. Frumbyggjar voru Oddur Sæbjörnsson, fæddur á Jökuldal og ráðskona hans Helga Guðmundsdóttir sem var ættuð af Jökuldal. Hneflasel fór í eyði við Öskjugosið 1875.
6) GPS hnit (N65°10.19 - W15°30.46)
...