Bærinn stóð við Poll, sem er vatn við suðurenda Ánavatns í landi Brúar í 553 m hæð og byggðist 1858. Á Heiðarseli er víðsýnt og þótti fagurt bæjarstæði. Frumbyggjar voru Jón Þorsteinsson, bónda á Brú, Einarssonar og Kristín Jónsdóttir, bónda á Aðalbóli, Péturssonar á Hákonarstöðum. Ekki var búið að Heiðarseli frá Öskjugosinu 1875 og fram undir aldamótin 1900. Síðustu ábúendur bjuggu á jörðinni í 34 ár. Heiðarsel var síðasta býlið sem fór í eyði á Jökuldalsheiðinni árið 1946. Með því lauk rúmlega 100 ára byggðarsögu heiðarbýlanna.
(5) GPS hnit (N65°10.71 - W15°33.51)
...