Sunnudagsgöngur

Dagsetning Lagt af stað Lýsing ferðar
Sunnudagur, 15. September 2019 10:00

(Hátúna) Höttur  2 skór

15. september, kl. 10. Höttur (Hátúnahöttur) er tignarlegt fjall, sem rís upp af fjallshryggnum milli Austur-Valla og Fagradals, og er af mörgum talinn bæjarfjall Egilsstaða.  Gengið frá skilti austan (utan) við Gilsá í átt að Grjótánni aðeins utan við Víðihjalla og upp með ánni.  Áfram upp á Hattarhólana og síðan beygt inn eftir og upp á Höttinn (1106 m). 

Sunnudagur, 22. September 2019 10:00

Grjótgarðurinn ofan Hjarðarhaga  2 skór

22. september, kl. 10. Grjótgarður er í Hjarðarhagaheiði, liggur frá efsta fossi í Sauðá (Urðarfossi) norðaustur heiðina í átt að Teigará, sem er um 3-4 km. Garðurinn er hruninn að mestu en þó vel greinilegur, einnig sjást hlutar garðsins við Teigará neðan vegar.
Gönguleiðin að Grjótgarðinum er frá vegamótum Hnefilsdalsvegar 924 innan Hjarðarhaga og er bílum lagt við vegamótin neðan vegar nr.1.   Farið er í gegnum hlið á girðingu ofan vegar og stefnt á neðsta foss í Sauðá, Sitjanda sem myndin er af, síðan upp með Sauðánni upp á dalbrún þar til komið er að Grjótgarðinum. Nokkrir fallegir fossar eru á gönguleiðinni.

Sunnudagur, 29. September 2019 10:00

Stuttidalur  2 skór

29. september, kl. 10. Stuttidalur liggur í austur á milli Hallbjarnarstaðatinds og Haugafjalls. Haugahólar eru geysi mikið berghlaup, eitt hið stærsta á Íslandi, sem fallið hefur úr Haugafjalli milli Stuttadals og Vatnsdals. Gönguleiðin er stikuð og fer hún upp að fallegri tjörn skammt innan við Sjónarhraunið. Upplagt að fara yfir ána og ganga um Haugahólana til baka niður að þjóðvegi.

Gengið frá skilti, sem er við gönguhlið rétt við þjóðveginn utan við Haugaána.

Við erum á Facebook