Sunnudagsgöngur

Dagsetning Lagt af stað Lýsing ferðar
Sunnudagur, 1. Maí 2022 10:00

Umhverfis Urriðavatn 1 skór

Sunnudagsganga 1. maí, kl. 10. Ekið að Vök Bath og gengið umhverfis vatnið leiðin er um 5 km. löng.

Umsjón Jón Steinar Benjamínsson.

Sunnudagur, 15. Maí 2022 10:00

Múlakollur (perla) 2 skór

Sunnudagsganga 15. maí, kl. 10. Ekið inn Skriðdal að bænum Þingmúla gengið frá skilti beint upp hrygginn, um það bil 400 metra hækkun, leiðin er um 6 km löng.

Umsjón: Katrín Reynisdóttir

Sunnudagur, 5. Júní 2022 10:00

 Rangárhnjúkur (perla) 2 skór

5. júní, kl. 10. Ekið að Fjallsseli í Fellum. Gengið á hnjúkinn. Frábært útsýni yfir Hérað.

Umsjón: Stefán Kristmannsson

Sunnudagur, 19. Júní 2022 10:00

Gjáhjalli í Fljótsdal. (2 skór)

19. júní, kl. 10.00. Ekið að Glúmsstaðaseli í Fljótsdal. Gengið eftir stikaðri leið á hjallann fyrir ofan og innan bæinn.

Umsjón: Sigurjón Bjarnason.

Sunnudagur, 3. Júlí 2022 10:00

Hvannárgil (perla). 3 skór

Sunnudagsganga 3. júlí kl. 10.00.

Ekið í áttina að Möðrudal, Kverkfjallaleið að Kjólsstaðaá. Gilið er í þrem hlutum, fögur náttúrusmíð.  Göngulengd 12-16 km. hringleið.

Umsjón: Sigurjón Bjarnason.

Sunnudagur, 17. Júlí 2022 10:00

Vestdalsfossar 2 skór

Sunnudagsganga 17. júlí, kl. 10.00. Gengið frá Vestdalseyri upp með fossum í Vestdalsá. Fremur auðveld leið.

Mesta hæð: 150 m

Hækkun: 150 m

Gönguvegalengd: 4,5 km (6 km hringur)

Göngutími: 2-3 klst

Umsjón: Katrín Reynisdóttir.

Sunnudagur, 7. Ágúst 2022 10:00

Grænafell  2 skór.

Sunnudagsganga 7. ágúst kl. 10.00.

Sameinast í bíla að Tjarnarási 8.

Gengið verður frá Grænafellsvelli i Reyðarfirði upp með Geithúsagili og á fjallið en þar er frábær útsýnisstaður yfir Reyðarfjörð. Hækkun 540 m.

Göngutími 5 klst.

Umsjón: Jarþrúður Ólafsdóttir.

Sunnudagur, 21. Ágúst 2022 09:00

Þerribjörg (perla) 3 skór

Sunnudagsganga 21. ágúst, kl. 9.00 Ekið út á Hellisheiði og um vegslóða að Kattárdal. Þerribjörg eru staðsett á Skaganum milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa. Klettarnir eru einhverjir litríkustu sjávarklettar á Íslandi. Gulir, appelsínugulir og svartir, skríða þeir fram af heiðinni ofan í grænbláan sjóinn.

Umsjón: Stefán Kristmannsson.

Sunnudagur, 4. September 2022 10:00

Grjótgarður við Hjarðarhaga (perla) 2 skór

Sunnudagsganga 4. september, kl. 10.00

Gengið frá Hjarðarhaga á Jökuldal. Hringleið, 5 km.

Umsjón: Þorvaldur P. Hjarðar

Sunnudagur, 18. September 2022 10:00

Stórurð 3 skór

Sunnudagsganga 18. september.

Sameinast í bíla að Tjarnarási 8.

Gengið verður af Vatnsskarði á Geldingafjall og þaðan Geldingaskörð og utan í hlíðum Súlna og niður í Stórurð. Hringur verður genginn í Stórurð. Síðan verður haldið úr Urðinni og genginn Mjóadalur að bílastæði í Njarðvík. Hækkun er um 400 m. Göngutími er 5-7 klst.

Umsjón : Jarþrúður Ólafsdóttir.

Við erum á Facebook