Sunnudagsgöngur

Dagsetning Lagt af stað Lýsing ferðar
Sunnudagur, 4. Júlí 2021 10:00

Grasdalur við Njarðvík. Sunnudagsganga 2 skór

Ekinn Borgarfjarðarvegur til Njarðvíkur. Gengið út með sjó til norðurs frá Njarðvíkurbæ. Komið að Kögurvita.

Umsjón: Sigurjón Bjarnason.

Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.

Sunnudagur, 18. Júlí 2021 10:00

Hnjúksvatn. Sunnudagsganga 2 skór

Ekið að Perluskilti á móts við bæinn Merki. Gengið á brekkuna að Binnubúð við vatnið. Möguleiki að ganga í kringum vatnið. Hnjúksvatn er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs.

Umsjón: Sóllilja Björnsdóttir.

Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.

Sunnudagur, 1. Ágúst 2021 10:00

Þerribjarg. Sunnudagsganga 3 skór

Ekið út á Hellisheiði og um vegslóða að Kattárdal. Þerribjörg eru staðsett á Skaganum milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa. Klettarnir eru einhverjir litríkustu sjávarklettar á Íslandi; gulir, appelsínugulir og svartir, skríða þeir fram af heiðinni ofan í grænbláan sjóinn. Þerribjarg er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs.

Umsjón: Stefán Kristmannsson.

Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.

 

Sunnudagur, 15. Ágúst 2021 10:00

Höttur. Sunnudagsganga 3 skór

Ekið að perluskilti við Grófargerði.  Skemmtileg fjallganga á áberandi fjall á Héraði, um 1106 m. hátt. Höttur er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs.

Umsjón: Katrín Reynisdóttir.

Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.

Sunnudagur, 5. September 2021 10:00

Strútsfoss hringur. Sunnudagsganga 2 skór

5. september. Brottför kl. 10.

Strútsfoss í Strútsá steypist fram af brúnum Villingadals inn af Suðurdal. Fossinn sem er tvískiptur, er með þeim hærri á landinu. Neðri hlutinn er um 100 m hár og sá efri um 20 m. Neðan fossins fellur áin í djúpu gili, Strútsgili. Gönguleiðin liggur frá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal upp með Fellsá yfir brú á Strútsá upp á Villingafell yfir Strútsá ofan brúna komið að perlustauk í niðurleið. Strútsfoss er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs.

Umsjón: Stefán Kristmannsson.

Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.

Sunnudagur, 19. September 2021 10:00

Sandfell í Skriðdal. Sunnudagsganga 3 skór

Mjög góð ganga á vinsælt göngufjall við Gilsá í Skriðdal.

Hækkun: Um 1000 metrar. Gestabók í u.þ.b. 1080 m hæð. Sandfell er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs.

Umsjón: Sigurjón Bjarnason

Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.

Við erum á Facebook