Víknaslóðir frá Seyðisfirði

Víknaslóðir frá Seyðisfirði 3 skór. 

Biðlisti

16.-19. júlí. 4 dagar. Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. Lágmark: 10 manns og hámark 20 manns.

1.d. Lagt af stað frá Seyðisfirði og gengið yfir Hjálmárdalsheiði yfir í Loðmundarfjörð. Gist eina nótt í skála.

2.d. Gengið frá Loðmundarfirði yfir Nesháls og til Húsavíkur. Gist eina nótt í skála.

3.d. Frá Húsavík er gengið yfir til Breiðuvíkur. Það fer eftir skyggni og veðri hvaða leið verður gengin. Gist eina nótt í skála.

4.d. Gengið er frá Breiðuvík til Borgarfjarðar eystri

Verð: 49.000/45.500. Innifalið: Skálagisting, trúss og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum til 25. júní.

Skrá mig í ferð hér.

Við erum á Facebook