Dagsferð á Heiðarbýlin – Útheiðin/Vopnafjarðarheiði 2 skór

Dagsferð á Heiðarbýlin – Útheiðin - Vopnafjarðarheiði 2 skór

24. ágúst, kl. 9. Fararstjóri: Þorvaldur P. Hjarðar.
Hægt að bóka hér: https://ferdaf.is/index.php/is/ferdhir/boka-ferdh

Gengið á tíu Heiðarbýli. Farið verður á bílum á milli og gengið að hverju býli. Gangan í hvert skipti er ekki löng og því er þetta tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Gott tækifæri til að fylla stimpilkort og taka þátt í skemmtilegum gönguleik ferðafélagsins. Hjá hverju býli er hólkur sem inniheldur upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur tengdar því ásamt gestabók og stimpli fyrir stimpilkortin.

Býlin sem verða heimsótt í þessari ferð eru: Arnarvatn, Desjamýri, Kálffell, Brunahvammur, Foss, Lindarsel, Háreksstaðir, Melur, Ármótasel og Gestreiðarstaðir. Brottför kl. 9 frá Tjarnarási 8 á einkabílum. Verð 8.000/7.000.

Hafa þarf með sér vaðskó, það þarf að vaða í Gestreiðarstaðir, Desjamýri og Mel. Hafa með sér nesti fyrir daginn. Kvöldverður að lokinni göngu að Burstarfelli (hjáleigu). Innifalið í verði er leiðsögn, stimpilkort og kvöldverður.

Við erum á Facebook