Myndasýning

Ferðafélagið stendur fyrir myndakvöldum annan þriðjudag í hverjum mánuði í vetur í húsnæði sínu að Tjarnarásii 8 á Egilsstöðum. 

Myndasýningarnar byrja klukkan 20:00 og verða sýndar ýmsar áhugaverðar myndir. Heitt á könnunni og spjall. Allir velkomnir.