Sunnudagur, 6. Júní 2021 |
10:00 |
Fjölskylduferð í Húsey 1 skór
Ekið í Húsey og gengið um sléttuna utan við Húseyjarbæina. Fjölbreytt dýralíf er í Húsey. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Húsey er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs.
Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson.
Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.
|
Föstudagur, 25. Júní 2021 |
20:00 |
25. júní. Brottför frá Tjarnarási 8, kl. 20.
Ekið frá Ferðafélagshúsinu Tjarnarási að Unaósi og gengið frá bílastæði með perluskiltinu út með Selfljóti. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Stapavík er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs.
Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson.
Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.
|
Laugardagur, 10. Júlí 2021 |
08:00 |
Sönghofsdalur 3 skór
Ekið í Möðrudal og þaðan Kverkfjallaveg inn fyrir Kreppubrú þaðan sem gengið er út í Sönghofsdal, um 20 km. Fossinn Gljúfrasmiður í Jökulsá á Fjöllum skoðaður. Skráning til 7. júlí á heimasíðu ferðafélagsins því mögulega verður gangan færð yfir á sunnudag ef það hentar betur vegna veðurs.
Verð: 3.000 kr.
Umsjón: Stefán Kristmannsson.
Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.
|
Laugardagur, 7. Ágúst 2021 |
09:00 |
Dagsferð á heiðarbýlin: Þessi klassíska 2 skór
Gengið að tíu heiðarbýlum. Ekið á bílum á milli og gengið að hverju býli. Gangan í hvert skipti er ekki löng og því er þetta tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Gott tækifæri til að fylla stimpilkort og taka þátt í skemmtilegum gönguleik ferðafélagsins. Hjá hverju býli er staukur sem inniheldur upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur tengdar því ásamt gestabók og stimpli fyrir stimpilkortin. Býlin sem verða heimsótt í þessari ferð eru: Ármótasel, Lindasel, Háreksstaðir, Fagrakinn, Kálffell, Brunahvammur, Rangalón, Grunnavatn, Heiðarsel og endað í Sænautaseli.
Umsjón: Þorvaldur P. Hjarðar.
Verð: 8.000/7.000. Innifalið: Kvöldmatur í Sænautaseli, stimpilkort og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum á heimasíðu ferðafélagsins til 1. ágúst.
Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.
|
Laugardagur, 28. Ágúst 2021 |
09:00 |
Skælingur Í félagi með Ferðafélagi Fjarðamanna 2 skór.
Skælingur er svipmikið klettafjall á milli Loðmundarfjarðar og Húsavíkur í Víkum sem sést langt utan af hafi. Það hefur stundum verið nefnt kínverska hofið þar sem klettaborgin efst minnir á steinrunnið kínverskt musteri. Ekið á Borgarfjörð og þaðan á Nesháls á milli Húsavíkur og Loðmundarfjarðar, þaðan sem gengið er á Skæling. Skráning til 25. ágúst á heimasíðu ferðafélagsins því mögulega verður gangan færð yfir á sunnudag ef það hentar betur vegna veðurs.
Verð: 2.000 kr.
Umsjón: Stefán Kristmannsson.
Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.
|
Laugardagur, 11. September 2021 |
09:00 |
Dimmidalur í Borgarfirði 2 skór
Ekið að bænum Jökulsá og gengið um Lobbuhraun í átt að syðra Dyrfjalli. Skráning til 7. september á heimasíðu ferðafélagsins því mögulega verður gangan færð yfir á sunnudag ef það hentar betur vegna veðurs.
Verð: 3.000 kr.
Umsjón: Bryndís Skúladóttir
Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.
|