Skælingur 2 skór

Skælingur 2 skór

21. júlí, kl. 9. Skælingur er kletta­fjall á milli Loðmundarfjarðar og Húsavíkur í Víkum. Fjallið er svip­mik­ið og sést langt af hafi. Það hefur stundum verið nefnt kínverska hofið þar sem klettaborgin efst minnir á steinrunnið kínverskt musteri. Ekið á Borgarfjörð, og þaðan á Nesháls á milli Húsavíkur og Loðmundarfjarðar. Þaðan er gengið á Skæling.  Fararstjóri: Stefán Kristmannsson.

Við erum á Facebook