Svartfell, Borgarfirði Eystri 2 skór

Svartfell, Borgarfirði Eystri 2 skór

30. júní, kl. 9. Gengið upp á tind Svartfells (510m) Brúnavíkurmegin. Fallegt útsýni er af toppnum yfir Borgarfjörð og Brúnavík. Á toppnum er að finna gestabók sem allir eiga að skrifa í. Farið er sömu leið niður af fjallinu. Svartfellshlíðarnar eru fallegt framhlaup sem hefur myndast einhvern tímann eftir síðastliðna ísöld. Þetta er leið 25 í ágætu göngukorti um Víknaslóðir. Fararstjóri: Sighvatur Sighvatz

Við erum á Facebook