Okkur langaði aðeins að segja ykkur frá gönguappinu Wapp sem var gefið út árið 2015 fyrir bæði Iphone og Android. Einar Skúlason hefur safnað saman þar gönguleiðum vítt og breytt um landið og gert þær aðgengilegar í gegnum Wappið. Appið er með afar fjölbreytt safn af GPS leiðarlýsingum fyrir snjallsíma og upplýsingar um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi. Wappið notast við kortagrunn Samsýnar þar sem notendur hlaða því fyrirfram í símann hjá sér og nota svo án gagnasambands (offline). Sumar leiðirnar sem eru sérstaklega merktar með "leiðsögn" hafa upplýsingapunkta sem innihalda upplýsingar um lífríki, jarðfræði, örnefni eða annað sögulegt sem tengist leiðinni.
Leiðarlýsingarnar eru annað hvort í boði styrktaraðila eða þær seldar notendum á afar vægu verði.
Perlur Fljótsdalshéraðs eru orðnar partur af gönguappinu svo það er hægt að nálgast leiðarlýsingar og hlaða þeim niður. Perlur Fljótsdalshéraðs eru 28 gönguleiðir í sveitarfélögunum Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi. Þetta eru afar fjölbreyttar gönguleiðir og allir ættu að geta fundið leið við sitt hæfi. Við viljum nota tækifærið og þakka Einari Skúlasyni fyrir samstarfið og hvetjum ykkur til að stunda útivist með Wappinu.
Nánari upplýsingar um gönguappið er hægt að nálgast HÉR.