Hengifoss er annar hæsti foss landsins, 128m hár, í Hengifossá. Hægt er að ganga upp með ánni beggja vegna frá þjóðvegi. Algengast er þó að ganga frá bílastæði við ána. Á leiðinni upp, sést eitt hæsta stuðlaberg landsins við Litlanesfoss. Hólkurinn með gestabók og stimpli er á grasflöt nokkru áður en stígurinn endar (N65°05.422-W14°53.200).
Vegalengd og hækkun: 4,5 km og 300 m. hækkun
GPS hnit: (Upphafspunktur N65°04.41-W14°52.84)