Þingmúli skiptir Skriðdal í norðurdal og suðurdal en þjóðvegur 95 liggur um suðurdal yfir í Breiðdal. Bærinn Þingmúli var helsti þingstaður Austfirðinga um nokkrar aldir og eru Múlasýslur nefndar eftir honum. Múlakollur er fremsti hluti Þingmúla. Gengið frá skilti beint upp hrygginn. Síðan er gaman að ganga inn fjallið og niður austan megin nokkuð innan við Múlastekk. Á þeirri leið má sjá falllegt kubbaberg. Einnig er hægt að ganga inn með fjallinu að austanverðu og upp frá Múlastekk.
Vegalengd og hækkun: 6 km. og 400 m. hækkun
GPS hnit: (N65°01.624-W14°38.049)