Heiðarbýlin

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Kaupvangur menningar- og fræðasetur Vopnfirðinga hafa sameinast um að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu á Jökuldalsheiðinni og heiðunum þar í kring.  Gaman er að ganga á milli heiðarbýlanna.   Hjá hverju býli er hólkur, sem inniheldur upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur tengdar því, gestabók og stimpill.
Kort til að safna stimplum er til sölu í Sænautaseli og á Upplýsingamiðstöðum á Egilsstöðum og Vopnafirði og á skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8, Egilsstöðum.
Veitt verður viðurkenning þeim, sem skila inn korti með 10 stimplum og lenda þeir í potti, sem dregið er úr í september ár hvert.  Veglegir vinningar.
Vinsamlegast skilið stimpilkortum á skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Tjarnarási 8, eða á Egilsstaðastofu við tjaldstæðið á Egilsstöðum í síðasta lagi 15.sept. ár hvert.
Gefinn var út bæklingur sem liggur frammi á Upplýsingamiðstöðvum á Egilsstöðum og Vopnafirði, á skrifstofu FFF og í Sænautaseli
Einnig hefur bæklingurinn verið prentaður á ensku og var m.a. sendur í Íslendingabyggðir í Kanada, því margir ábúendur á Heiðarbýlanna fluttu til Vesturheims.

Við erum á Facebook