Hólmatindur er eitt þekktasta fjall til fjallgöngu á austfjörðum. Fjallið er mjög tignarlegt og sýnilegt víða að. Það er á mörkum Reyðarfjarðar og Eskifjarðar.
Fjallið er er bæjarfjall Eskfirðinga, sem eru mjög stoltir af því, enda er yfirleitt kveðið til Hólmatinds í vetrarbúning á þorrablótum Eskfirðinga.
Fjallið er eitt af "Fjöllin 5 í Fjarðabyggð", fjallagarpa leik Ferðafélags Fjarðamanna.
Gönguleið
Hefðbundin gönguleið hefst við Sómastaði, eyðibýli á móts við Fjarðaál ( álver Alcoa ). Gengið er frá Sómastöðum upp með Grjótá upp í Grjótárdal. Vel fært er upp í Grjótárdal, bæði austan og vestan megin Grjótár. Leiðin þykir eitthvað auðveldari austan megin Grjótár, mörgum finnst þó þæginlegra að fara vestan megin árinnar, til að þurfa ekki að þvera Grjótánna þegar komið er upp í Grjótárdal.
Þegar komið er inn í Grjótárdal er auðveldasta leið að ganga inn í botn á dalnum og þaðan upp á fjallið. Gaman er þá að ganga meðfram brúninni Eskifjarðarmegin fram á austurbrún Hólmatinds, þar sem saman koma Reiðarfjörður og Eskifjörður.
Hólkur með gestabók er við litla vörðu stuttu áður en komið að austurbrún Hólmatinds.
Erfiðleika stig 3 af 5